Framkvæmd verkstjórnarþáttarins í grunnskólum : hlutverk reynsluboltanna og þróun lærdómssamfélagsins

Fjallað er um verkstjórnarþáttinn í vinnuskyldu reyndra kennara í þessari ritgerð og á hvern hátt hann er nýttur. Markmið rannsóknarinnar er að skoða þau tækifæri og mögulegar hindranir sem felast í framkvæmdinni að þróa lærdómssamfélag innan skólans. Í rannsókninni er eigindleg rannsóknaraðferð not...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Herdís Danivalsdóttir 1961-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2015
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/23008
Description
Summary:Fjallað er um verkstjórnarþáttinn í vinnuskyldu reyndra kennara í þessari ritgerð og á hvern hátt hann er nýttur. Markmið rannsóknarinnar er að skoða þau tækifæri og mögulegar hindranir sem felast í framkvæmdinni að þróa lærdómssamfélag innan skólans. Í rannsókninni er eigindleg rannsóknaraðferð notuð með hálfopnum viðtölum við 11 viðmælendur. Skoðuð er upplifun og reynsla þeirra á framkvæmd verkstjórnarþáttarins. Viðmælendur eru úr þremur grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu, átta grunnskólakennarar og þrír stjórnendur, þar af eru tveir skólastjórar og einn aðstoðarskólastjóri. Allir kennararnir hafa a.m.k. 20 ára starfsreynslu en meirihluti þeirra hefur kennt í 30–40 ár. Í þeim reyndu kennurum sem tóku þátt í rannsókninni eru fólgin tækifæri. Þetta eru kennarar sem eru áhugasamir og virkir og forystuaðilar í faglegu starfi skólans. Niðurstöðurnar sýna jafnframt að þörf er á að efla aðild kennara að sýn, stefnu og ákvörðunum innan skólans. Í ljósi þeirra breytinga sem orðið hafa á starfsháttum kennara þarf að koma á markvissum stuðningi og endurgjöf til reyndra kennara. Leggja þarf áherslu á aðstæður þar sem kennurum og stjórnendum gefast tækifæri til þess að ígrunda saman og leita nýrra leiða með það að markmiði að bæta árangur nemenda. Þar fylgjast stjórnendur með kennslu kennara og kennarar fylgjast með kennslu hvers annars. Til þess að þetta geti orðið að veruleika er skólastjórinn lykilmaður að mati kennara. Af niðurstöðum má draga þá ályktun að ástæða sé að efla markvissan stuðning og endurgjöf frá samkennurum og stjórnendum innan skólanna til þess að hægt sé að nýta verkstjórnarþáttinn betur og skólinn dragist nær lærdómssamfélaginu. Vonast er eftir því að niðurstöðurnar auki skilning stjórnenda og fræðsluyfirvalda á mikilvægi þessa þáttar fyrir starfsþróun reyndra kennara og faglegt starf skóla. All teachers in compulsory schools in Iceland must carry out tasks assigned to them by the principal in addition to their teaching duties. The time allocated is 9,14 hours per week. Older teachers may choose to ...