Barnadansar í fortíð og nútíð : námsefni í þjóðdönsum fyrir grunnskólabörn

Ritgerðinni fylgir námsefni. Ágrip Viðfangsefni ritgerðarinnar er barnadansar og þjóðdansar með börnum hér á landi. Markmiðið er að leita svara við spurningunni hvað við vitum um þjóðdansa fyrir börn sem og að velta upp þeirri hugmynd hvort þjóðdansar séu menningararfur sem vert er að rækta. Skoðuð...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Hulda Sverrisdóttir 1967-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2015
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/23006
Description
Summary:Ritgerðinni fylgir námsefni. Ágrip Viðfangsefni ritgerðarinnar er barnadansar og þjóðdansar með börnum hér á landi. Markmiðið er að leita svara við spurningunni hvað við vitum um þjóðdansa fyrir börn sem og að velta upp þeirri hugmynd hvort þjóðdansar séu menningararfur sem vert er að rækta. Skoðuð er saga dansa með börnum og leitast er við að svara spurningunni hvort dansar hafi verið samdir sérstaklega fyrir þau á öldum áður. Heimilda var aðallega leitað í bókum og var að mestu takmörkuð við íslenskar heimildir og var efnið skoðað frá íslensku sjónarhorni. Fljótlega kom í ljós að mjög lítið hefur verið skrifað um dans fyrir börn hér á landi og flestar heimildir sem fjalla um dans fyrir börn eru frá því seint á síðustu öld. Tvö viðtöl voru tekin fyrir þessa ritgerð við konur sem hafa skoðað kvæði og dansa með börnum. Ritgerðinni fylgir hugmynd að þjóðlegu námsefni í dansi fyrir grunnskólabörn. Námsefninu var safnað úr ýmsum heimildum og lagt upp með að það væri fjölbreytt og skemmtilegt, gamalt og nýtt samið í þjóðlegum stíl. Niðurstöðurnar eru þær að ekki er mikið vitað um þjóðdansa fyrir börn, líkast til voru ekki til sérstakir dansar fyrir börn fyrr en á síðustu öld. Börn og fullorðnir hafa samt að öllum líkindum aðlagað dansa svo þeir hentuðu börnum og jafnvel dansað einfaldar hreyfingar við barnavísur. Mikið er um að dansar hafi verið samdir fyrir börn á þessari öld og seint á þeirri síðustu. Þjóðdansar eru menningararfur sem vert er að geyma og rækta líkt og fornsögurnar eða þjóðvísurnar. Abstract Childrens dances in the past and present. Material in folk dances for elementary school The project of this thesis is children´s dances and folk dances with children in Iceland. The aim is to seek answers to the question what we know about folkdances for children as well as consider the idea whether folkdances are a cultural heritage worth preserving. The history of dance with children will be investigated and answers sought to the question whether dances where composed especially for children in earlier ...