„Stuðningurinn skiptir öllu máli“ : sérkennsla í leikskóla

Markmið þessarar rannsóknar var að skoða hvernig sérkennslu í einum leikskóla í Reykjavík er sinnt. Með þeirri vinnu er vonast eftir því að starfsmenn leikskólans geti nýtt sér rannsóknina til að meta sérkennslu leikskólans. Þær rannsóknarspurningar sem leitast var við að svara voru: •Hvernig er sér...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Heiða Björk Guðjónsdóttir 1981-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2015
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/22975
Description
Summary:Markmið þessarar rannsóknar var að skoða hvernig sérkennslu í einum leikskóla í Reykjavík er sinnt. Með þeirri vinnu er vonast eftir því að starfsmenn leikskólans geti nýtt sér rannsóknina til að meta sérkennslu leikskólans. Þær rannsóknarspurningar sem leitast var við að svara voru: •Hvernig er sérkennslunni sinnt í Hulduborg? •Hvernig er skipulag sérkennslunnar? •Hvers vegna er sérkennslan þannig? •Hvert er viðhorf til sérkennslunnar? Rannsóknin var eigindleg tilviksrannsókn sem byggir á opnum viðtölum við starfsmenn, sérkennslustjóra og skólastjórnendur leikskólans. Einnig var unnið úr gögnum sem var aflað í vettvangsnámi haustið 2014 og voru í formi vettvangsathugana, ásamt því að rýna í skólanámskrá leikskólans. Niðurstöður benda til þess að sérkennsla leikskólans sé góð. Sérkennslan er unnin bæði inni á deildum og í sérkennsluherbergi þó reynt sé eftir bestu getu að hafa stuðningsbarnið sem allra mest í hópi. Stundum koma þó upp aðstæður þar sem best þykir að vinna með barninu einu. Nokkrir hnökrar eru á skipulaginu og eru þátttakendur sammála um að það mætti vera betra. Það sem betur má fara felst í skipulagi sérkennslunnar, ásamt því að upplýsingaflæði mætti vera betra. Eins finnst þátttakendum sérkennslan vera heldur umfangsmikil og margir stuðningsaðilar sem sinna sér¬kennslunni ásamt því að það eru stærri fatlanir nú en áður. Þátttakendum finnst aðgengi að sérkennslustjórum leikskólans ábótavant en flestir þeir sem sinna sérkennslunni eru þó mjög ánægðir með sérkennsluna. Viðhorf leikskólastjórans til sérkennslu smitar mikið út frá sér til starfsmanna skólans. Hugmyndafræði leikskólans byggir á því að notast við flæði þar sem börn hafa greiðan aðgang að leikefni sínu. Starfsfólk leikskólans þarf að geta lesið vel í börnin til að átta sig á því sem börnin vilja gera og hjálpa þeim við að ná markmiðum sínum í flæðinu. Stjórnendur skólans segja að starfsfólk þeirra þurfi jafnframt að geta lesið vel í aðstæðurnar og ef allt þetta virkar er árangurinn ótrúlega mikill fyrir sérkennslubörn sem og önnur börn ...