„Haltu áfram að vera eins og þú ert, svona lifandi“ : starfendarannsókn nýliða í kennslu

Ritgerð þessi fjallar um rannsókn nýliða í kennslu í grunnskóla þar sem hann skoðaði hvernig hann brást við og leysti úr þeim hindrunum sem urðu á veginum. Fimmta og síðasta árið mitt í grunnskólakennaranámi bauðst mér starf umsjónarkennara í þriðja bekk. Samhliða námi mínu í Háskóla Íslands vann ég...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Dagný Gísladóttir 1976-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2015
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/22968
Description
Summary:Ritgerð þessi fjallar um rannsókn nýliða í kennslu í grunnskóla þar sem hann skoðaði hvernig hann brást við og leysti úr þeim hindrunum sem urðu á veginum. Fimmta og síðasta árið mitt í grunnskólakennaranámi bauðst mér starf umsjónarkennara í þriðja bekk. Samhliða námi mínu í Háskóla Íslands vann ég því sem kennari og fékk þann innblástur strax að hausti að nýta þá þekkingu til að nota í lokaritgerð þessa. Tilgangur þessarar rannsóknar var að leita svara við spurningunum hvernig skipulag kennara og samskipti hans við nemendur hefðu áhrif á samvinnu nemenda og hvernig nýliða í kennslu gengi að kenna nemendum að vinna saman. Markmiðið var að skoða sjálfa mig sem kennara og ígrunda starf mitt sem umsjónarkennari í grunnskóla. Í rannsókninni var sjónum beint að kennslu afmarkaðra viðfangsefna þar sem áhersla var lögð á samvinnunám. Rannsóknin var starfendarannsókn og var ég því bæði rannsakandinn og einnig viðfangsefnið ásamt nemendum mínum. Ég safnaði gögnum um skipulag mitt, skráði viðbrögð nemenda minna við fyrirmælum og verkefnum í dagbók, tók ljósmyndir af vinnu nemenda og verkefnum og hljóðritaði það sem fram fór í kennslustundum. Við greiningu gagna var stuðst við viðmið um starfendarannsóknir og amboð faglegrar starfskenningar. Helstu niðurstöður eru þær að á rannsóknartímanum lærði ég að ígrunda reynslu mína og greina nám og störf nemenda. Með því að leggja áherslu á samvinnu nemenda greindi ég með tímanum að hjálpsemi og sjálfstæði þeirra jókst við vinnu. Á þessum tíma færðist hlutverk mitt í þá átt að leiðbeina nemendum í stað þess að stýra þeim. Að vinna á þennan hátt tel ég árangursríka leið fyrir kennara til að þróast í starfi og stuðla að því að samhugur aukist milli nemenda. The subject of this essay is a study conducted by a new teacher in a primary school and how she reacted to and solved obstacles she came across. My fifth and final year in teacher education I was offered the job of classroom teacher in third grade. Alongside my studies at the University of Iceland I therefore worked as a ...