Chronic leg ulcers in Iceland. Prevalence, aetiology and management

Útdráttur Bakgrunnur: Langvinn fótasár eru heilbrigðisvandamál sem einkum varða aldraða einstaklinga. Fótasár eru sjúkdómsástand sem varir mánuðum og jafnvel árum saman. Bati er hægur og sárin koma aftur og aftur. Fótasár skerða lífsgæði umtalsvert og meðferð fótasára er auk þess kostnaðarsöm. Sýnt...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Guðbjörg Pálsdóttir 1961-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:English
Published: 2009
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/2296
Description
Summary:Útdráttur Bakgrunnur: Langvinn fótasár eru heilbrigðisvandamál sem einkum varða aldraða einstaklinga. Fótasár eru sjúkdómsástand sem varir mánuðum og jafnvel árum saman. Bati er hægur og sárin koma aftur og aftur. Fótasár skerða lífsgæði umtalsvert og meðferð fótasára er auk þess kostnaðarsöm. Sýnt hefur verið fram á að gagnreyndir starfshættir við meðferð langvinnra fótasára flýta bata, minnka kostnað, auk þess að bæta lífsgæði. Lítið er vitað um algengi fótasára á Íslandi, dreifingu þeirra, orsakir eða meðferð. Markmið: Varpa ljósi á hversu margir einstaklingar eru með fótasár á Íslandi, hvers eðlis þau eru og hvernig þau eru meðhöndluð og skapa þannig þekkingargrunn sem nýtist við frekari rannsóknir og við stefnumótun í heilbrigðisþjónustu sem og við mat á árangri þjónustu við sjúklinga með langvinn fótasár. Aðferð: Lýsandi rannsókn með þverskurðarsniði. Langvinn fótasár voru skilgreind sem opin sár fyrir neðan hné, á fótlegg eða fæti, opin lengur en 6 vikur frá því þau mynduðust. Við söfnun gagna var leitað til heilbrigðisstarfsfólks og þeir beðnir um að fylla út spurningalista fyrir hvern þann einstakling sem þeir sinntu eða þekktu til á ákveðnu tveggja vikna tímabili vorið 2008. Gögnum var safnað á öllum heilsugæslustöðvum, miðstöð heimahjúkrunar, hjúkrunar- og dvalarheimilum, langlegudeildum og göngudeildum sjúkrahúsa á landinu, 166 einingum alls. Til að greina orsakir sáranna var slembað 20 manna úrtak valið úr innsendum spurningalistum og þeir sjúklingar sem lentu í úrtakinu skoðaðir og metnir með tilliti til orsaka sáranna. Niðurstöður: Svörun var 100%. Alls fundust 226 einstaklingar með sár. Algengi var reiknað 0,072% en hækkaði upp í 0.61% meðal einstaklinga 70 ára og eldri. Meðalaldur var 75,2 ár. Í 34% tilfella var talið að um bláæðasár væri að ræða, önnur eða óþekkt orsök var gefin í 25% tilfella. Hjá 57% sjúklinga byggðist greining sáranna á klínískri skoðun eingöngu. Dopplerskoðun var skráð í 20% tilfella. Hjúkrunarfræðingar voru ábyrgir fyrir sárameðferðinni í 90% tilfella en flestir ...