„Rétt upplýsingaflæði skiptir máli.“ Upplifun starfsmanna og stjórnenda sjávarútvegsfyrirtækis af lokun og flutningum starfstöðva

Í þeim heimi sem við búum í eru breytingar óumflýjanlegar, stjórnendur þurfa að vera vel á verði ef fyrirtæki þeirra eiga ekki að lenda undir í þeirri hörðu samkeppni sem einkennir markaðinn. Að mörgu þarf að huga og skiptir mannlegi þátturinn þar miklu máli til þess að breytingar gangi vel fyrir si...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Helga Jónasdóttir 1982-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2015
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/22959
Description
Summary:Í þeim heimi sem við búum í eru breytingar óumflýjanlegar, stjórnendur þurfa að vera vel á verði ef fyrirtæki þeirra eiga ekki að lenda undir í þeirri hörðu samkeppni sem einkennir markaðinn. Að mörgu þarf að huga og skiptir mannlegi þátturinn þar miklu máli til þess að breytingar gangi vel fyrir sig. Sjávarútvegsfyrirtæki sem var með starfstöðvar sínar á fjórum stöðum víðs vegar á landinu þurfti að fara í þær róttæku breytingar að loka þremur af starfstöðvum sínum og flytja alla starfsemina á einn stað. Markmið rannsóknarinnar er að skoða upplifun starfsmanna og stjórnenda á þeirri róttæku breytingu sem fyrirtækið var tilneytt til að fara í. Tekin voru tíu viðtöl við starfsmenn þess, en sjö þeirra fluttu búferlum með fyrirtækinu. Einnig var tekið viðtal við þrjá stjórnendur sem staðsettir voru í höfuðstöðvum fyrirtækisins. Notast var við fyrirbærafræðilega rannsókn og gögnum safnað með djúpviðtölum. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar leiddu í ljós að upplifun starfsmanna á breytingunum hafi á heildina litið verið góð. Helsta óánægjan snerist að sorginni og áfallinu að starfsemin þyrfti frá að hverfa frá fyrrgreindum stöðum. Fyrirtækið hafði unnið sér stóran sess í bæjarlífinu og erfitt fyrir marga, bæði starfsmenn og bæjarbúa, að sætta sig við breytinguna. Viðmælendur voru sammála um að stjórnendur hefðu staðið vel að allri upplýsingagjöf til starfsmanna sinna og gáfu ekki neitt út nema geta staðið við þau orð. Haldið var vel utan um starfsfólkið meðan á breytingunum stóð og þær vel kynntar. Starfsfólk sá fram á aukin tækifæri á nýjum stað vegna staðsetningarinnar sem var nær höfuðborginni og alþjóðaflugvelli. Changes are unavoidable in the world that we live in, managers need to be on guard to make sure their firm stays afloat in the hard competition that characterizes the market. There are many things to consider for a well-executed change and one of the biggest challenge is the human factor. A fishing company with its fish processing spread out in four towns in Iceland needed to take a radical change and ...