Landmarkaðurinn á Íslandi 1998-2014: Þróun jarða- og lóðaverðs í dreifbýli

Ritgerð þessi fjallar um rannsókn á íslenska landmarkaðinum og byggir á gögnum um jarðasölur frá Fasteignamiðstöðinni ehf. og gagnasafni frá Þjóðskrá Íslands um viðskipti með lóðir án mannvirkja. Gerð er grein fyrir helstu kenningum um landverð og þéttbýlismyndun. Farið er yfir þróun byggðar, landbú...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Jóhanna Lind Elíasdóttir 1968-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Master Thesis
Language:Icelandic
Published: 2015
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/22918
Description
Summary:Ritgerð þessi fjallar um rannsókn á íslenska landmarkaðinum og byggir á gögnum um jarðasölur frá Fasteignamiðstöðinni ehf. og gagnasafni frá Þjóðskrá Íslands um viðskipti með lóðir án mannvirkja. Gerð er grein fyrir helstu kenningum um landverð og þéttbýlismyndun. Farið er yfir þróun byggðar, landbúnað og eftirspurn eftir landi í dreifbýli. Lagt er mat á hektaraverð lands í viðskiptum með lóðir og jarðir og greindir áhrifavaldar verðmyndunar og hvernig þeir falla að kenningum um landverð. Helstu niðurstöður eru að landmarkaðurinn er ekki ein heild og greina má mismunandi eiginleika verðmyndunar eftir áhrifasvæðum. Verðmunur er á landi innan áhrifasvæðis höfuðborgarinnar og utan þess. Landbúnaður hefur áhrif á verð lands til lækkunar. Jarðir eru mjög misleit vara og erfitt að setja einhvern einn mælikvarða á sanngjarnt verð jarða. Mikill breytileiki er á hektaraverði lands. Áhrifasvæði höfuðborgarinnar er hér um bil í tveggja tíma akstursfjarlægð frá Ártúns-brekku. Fjarlægð frá Reykjavík og stærð lands innan áhrifasvæðisins hefur afgerandi áhrif á hektaraverð jarða. Breytileiki í verði lóða á áhrifasvæði höfuðborgarsvæðisins er mjög mikill. Stærð hefur mikil áhrif á hektaraverð lóða, en fjarlægð innan svæðisins síður. Aðrir eiginleikar ráða meiru um verð lóða. Eftirspurn eftir lóðum til frístundanota fylgir þróun kaupmáttar. Mjög mikill munur er á hektaraverði lands eftir því hvort um lóð eða jörð er að ræða. Hvort sem það er undirliggjandi starfsemi eða frístundanot sem ráða verði lands, þá leika vaxtakjör, kaupmáttur og almennt efnahagsástand mjög stórt hlutverk. Ábati kaupanda af landinu og mat hans á því hvað honum finnast eftirsóknarverðir eiginleikar ráða samsetningu verðsins mun fremur en landið sjálft, sem virðist verða afgansstærð í viðskiptunum.