Verkbann. Yfirlit yfir beitingu verkbanns á Íslandi á árunum 1938 til 2015

Þessi ritgerð er 30 eininga (ECTS) lokaverkefni í meistaranámi í mannauðsstjórnun við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. Umfjöllunarefnið er verkbann sem er form af vinnustöðvun. Felst verkbann í því að vinnuveitandi eða vinnuveitendur neita að taka við vinnuframlagi hóps starfsmanna. Verkbann get...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Rín Samía Raiss 1982-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2015
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/22901
Description
Summary:Þessi ritgerð er 30 eininga (ECTS) lokaverkefni í meistaranámi í mannauðsstjórnun við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. Umfjöllunarefnið er verkbann sem er form af vinnustöðvun. Felst verkbann í því að vinnuveitandi eða vinnuveitendur neita að taka við vinnuframlagi hóps starfsmanna. Verkbann getur einnig falist í því að hópi starfsmanna sé sagt upp, að því tilskyldu að uppsögnin eða neitunin á viðtöku vinnuframlags sé vegna annarra þátta en sjónarmiða er snúa að rekstrinum. Verkbann má nýta sem vopn til að knýja á um lausn kjaradeilu og einnig til þess að lágmarka kostnað eða tap vinnuveitenda af verkfallsaðgerðum. Meginmarkmið verkefnisins var að skoða hvað felst í verkbanni samkvæmt lögum nr. 80 frá árinu 1938. Í því sambandi var meðal annars skoðað hvernig standa skal að framkvæmd og boðun verkbanns og hverjir geta beitt úrræðinu. Enn fremur voru þau takmörk sem voru á úrræðinu til skoðunar. Ekki er hægt að segja til um með neinni vissu hvenær verkbanni var fyrst beitt hér á landi. Í upphafi síðustu aldar var almennt ekki um fastráðningu eða uppsagnarfrest starfsmanna að ræða. Tímabilið frá því að verkbann var innleitt í íslenska löggjöf árið 1938 til ársins 2015 var til skoðunar í þessari rannsókn. Rýnt var í hvenær verkbönnum hefur verið beitt á þessu tímabili auk þess sem skoðað var hvenær hótanir hafa verið uppi um að beita úrræðinu. Notast var við eigindlega aðferðafræði (e. qualitative methology) eða nánar tiltekið innihaldsgreiningu (e. content analysis). Öll fyrirliggjandi gögn á rannsóknartímabilinu 1938 til 2015 sem fjölluðu með einum eða öðrum hætti um verkbann á Íslandi voru rýnd. Gögnum var safnað saman á vefsíðunni www.timarit.is sem er stafrænt bókasafn á vegum Landsbókasafns Íslands-Háskólabókasafns. Lykilorð: Verkbann, vinnustöðvun, ríkið, kjaradeilur, stéttarfélög, Samtök atvinnurekenda. This is the final thesis in my Master studies in Human Resource Management at the Faculty of Business Administration, School of Social Sciences at the University of Iceland, counting 30 ECTS units. ...