Meðferðarþörf og þjónusta við sjúklinga á Tannlæknadeild Háskóla Íslands

Tilgangur: Ritgerðin er lokaverkefni til BS gráðu í tannsmíði við Tannlækna¬deild Heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands vorið 2015. Leitað var svara við rannsóknar-spurningunum: Hver er aldurs- og kynjaskipting þeirra sem koma til skoðunar á klínik Tannlækna¬deildar Háskóla Íslands? Hver er meðfer...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Eva Guðríður Guðmundsdóttir 1981-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2015
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/22868
Description
Summary:Tilgangur: Ritgerðin er lokaverkefni til BS gráðu í tannsmíði við Tannlækna¬deild Heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands vorið 2015. Leitað var svara við rannsóknar-spurningunum: Hver er aldurs- og kynjaskipting þeirra sem koma til skoðunar á klínik Tannlækna¬deildar Háskóla Íslands? Hver er meðferðarþörf þeirra? Hversu stórt hlutfall skoðunarsjúklinga er tekið til meðferðar? Hefur aldur eða kyn sjúklinga áhrif á þá meðferð sem veitt er? Megintilgangur rannsóknarinnar var að varpa ljósi á hver eftirspurnin er eftir þjónustu á klínik Tannlæknadeildar og hvert sé umfang veittrar meðferðar í kjölfar frumskoðunar. Aðferðir: Megindleg aðferðarfræði var notuð við framkvæmd rannsóknarinnar og eru niðurstöður hennar settar fram með lýsandi tölfræði sem birt er í texta, töflum og á skýringarmyndum. Tekinn var saman listi yfir skoðunardaga á klínik Tannlæknadeildar á vormisseri 2011. Upplýsingar um meðferðarþörf þeirra sem komu í skoðun á þessum dögum voru skráðar samkvæmt því sem fram kom á frumskoðunarblöðum þeirra. Upplýsingar um meðferð í kjölfar frumskoðunar voru skráðar samkvæmt upplýsingum úr handskrifuðum og rafrænum sjúkraskrám deildarinnar. Notast var við forritin Microsoft Excel og SPSS 20 við vinnslu tölfræðinnar. Niðurstöður: Niðurstöður sýna að meðferðarþörf frumskoðunarsjúklinga er mjög mismunandi, allt frá því að vera engin í það að vera mjög umfangsmikil. Af heildarfjölda skoðunarsjúklinga (N=261) voru frumskoðunarblöð 97,3% þeirra tæk til skráningar. Reyndust 143 skoðunar¬sjúklingar (54,8%) fá einhverja meðferð á deildinni. 61% karla sem leituðu til deildar¬innar fengu meðferð og 48% kvenna. Samkvæmt kí-kvaðrat prófi voru karlar sem fengu meðferð marktækt fleiri en konur (p=0,035). Flestir skoðunar-sjúklingar voru fæddir á árunum 1980-1989 (30,2%) en fæstir á árunum 1920-1929 (1,2%). Ályktun: Tannlæknanemar á klínik deildarinnar sinna rúmum helmingi þeirra sjúklinga sem þangað leita. Frá sjónarhorni deildarinnar er mikið offramboð af sjúklingum í ákveðnum greinum, til dæmis í tannfyllingu, en skortur á ...