„Harðstjórn hinna veiku.“ Bjargir smáríkja í veröld hinna sterku

Markmið þessarar ritgerðar er að greina þær bjargir sem smáríki á borð við Ísland hafa til að fylgja eftir hagsmunum sínum í samskiptum við voldug ríki. Hvaða leiðir eru smáríkjum færar til að takast á við efnahagslegar og hernaðarlegar áskoranir í samskiptum við önnur ríki. Skoðaðar verða nýlegar k...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Janus Arn Guðmundsson 1987-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2015
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/22769
Description
Summary:Markmið þessarar ritgerðar er að greina þær bjargir sem smáríki á borð við Ísland hafa til að fylgja eftir hagsmunum sínum í samskiptum við voldug ríki. Hvaða leiðir eru smáríkjum færar til að takast á við efnahagslegar og hernaðarlegar áskoranir í samskiptum við önnur ríki. Skoðaðar verða nýlegar kenningar um alþjóðasamskipti, sem geta varpað ljósi á þetta. Tekin eru tvö dæmi úr sögu Íslands: Annars vegar er fjallað um eitt mikilvægasta hagsmunamál Íslendinga eftir stofnun lýðveldisins árið 1944, sem var stækkun landhelginnar og útfærsla efnahagslögsögunnar. Ljóst er að íslensk stjórnvöld máttu hafa sig öll við í baráttunni við Breta og beittu þar af leiðandi öllum tiltækum ráðum til að fylgja hagsmunum sínum eftir í landhelgisdeilunum. Hins vegar er fjallað um breyttar aðstæður í utanríkismálum eftir brotthvarf Varnarliðsins árið 2006. Einnig er fjallað um þá vegferð sem stjórnvöld á Íslandi hófu í leit að nýju skjóli þegar stjórnvöld vestanhafs „yfirgáfu landið,“ eins og það var orðað af forseta Íslands Ólafi Ragnari Grímssyni. Margir á Íslandi töldu réttast að snúa sér að Evrópusambandinu í leit að nýju skjóli. Aðrir sáu tækifæri í því að snúa sér að Kína og nýta áhuga kínverskra stjórnvalda á aðstöðu í og við Ísland. Vaxandi áhugi á mikilvægi norðurslóða vegna möguleika á siglingum og auðlindum leiddi til aukinna samskipta á milli Kína og Íslands og átti þátt í að undirritaður var fríverslunarsamningur milli þjóðanna árið 2013. Niðurstaða ritgerðarinnar er sú að ný-raunhyggju- og ný-frjálslyndiskenningar hafi hvað mest skýringargildi þegar kemur að greiningu viðfangsefnis þessarar ritgerðar, en einnig kenningar um mjúkt og hart vald, svo og smáríkjakenningar. The objective of this thesis is to analyse the methods that a small state such as Iceland can employ in guarding its interests against more powerful actors in international relations. The objective is to analyse and realise in more depth what means there are for smaller states to deal with economic and security related challenges in international ...