Það hlægir mig mágur. Um hefndir íslenskra miðalda

Ritgerð þessi er lögð fram sem lokaverkefni til meistaragráðu í íslenskukennslu við Íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands. Tilgangur og umfjöllunarefni ritgerðarinnar er að varpa ljósi á hefndarskyldu íslenskra miðalda út frá gildandi lagaskrám og þá helst hvernig hún kemur fram í Íslendingasö...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Sandra Ýr Andrésdóttir 1988-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2015
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/22743
Description
Summary:Ritgerð þessi er lögð fram sem lokaverkefni til meistaragráðu í íslenskukennslu við Íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands. Tilgangur og umfjöllunarefni ritgerðarinnar er að varpa ljósi á hefndarskyldu íslenskra miðalda út frá gildandi lagaskrám og þá helst hvernig hún kemur fram í Íslendingasögum og öðrum íslenskum fornbókmenntum. Umfjöllunarefni ritgerðarinnar er þrískipt, en þó innbyrðis tengt. Í fyrsta hluta er farið yfir ákvæði lagaskráa íslenskra miðalda, þá sérstaklega Grágásar og hegningarlaga hennar, Vígslóða. Einnig er merking hugtakanna laga og hefnda skoðuð. Í öðrum hluta ritgerðarinnar eru Íslendingasögurnar Brennu-Njáls saga og Laxdæla saga, og samtíðarsagan Þórðar saga kakala skoðaðar í ljósi ákvæða um hefndir og farið yfir hvort og þá hvernig þær standast eða stangast á við gildandi lög og hvernig ósamræmið milli laganna og bókmenntaverkanna birtist. Í lokin er stuttlega drepið á áhrifum hefnda á sálarlíf einstaklinga, hvernig hefndir geta verið leið einstaklinga til þess að syrgja jafnt og til þess að ná fram réttlæti. Einnig er fjallað um þann þrýsting sem hefndarskylda miðaldasamfélaga lagði á herðar þegna þess og hvernig sögupersónum tekst að takast á við þá andlegu pressu. This is a thesis for the completion of a MA in the teaching of Icelandic at the Faculty of Icelandic and Comparative Cultural Studies of the University of Iceland. The objective of the study is a better understanding of the duty to avenge in light of the legal evidence and that of the Sagas about early Icelanders. The contents of the thesis are of three types though they are interrelated. In the first part, the laws of medieval Iceland are considered, especially Grágás and its chapter on punishment called Vígslóði. The meaning of the concepts of law and revenge are also scrutinized. In the second part, the sagas about early Icelanders, Brennu-Njáls saga and Laxdæla saga, and the contemporary saga, Þórðar saga kakala, are studied in light of the legal provisions and whether there is a discrepancy between the law and ...