El uso de la música como herramienta didáctica en el aula de español en Islandia: Estudio sobre la inclusión de la música y canciones en la enseñanza de ELE en centros de educación secundaria

Undanfarin ár hefur áhugi á tungu og menningu spænskumælandi landa farið stigvaxandi víða um heim, þar á meðal á Íslandi. Upphaf spænskukennslunnar á íslensku framhaldsskólastigi má rekja til sjöunda áratugsins og hafa vinsældir tungumálsins vaxið jafnt og þétt síðan þá. Í dag er spænska vinsælasta...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Óvina Anna Margrét Orradóttir 1968-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Spanish
Published: 2015
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/22657
Description
Summary:Undanfarin ár hefur áhugi á tungu og menningu spænskumælandi landa farið stigvaxandi víða um heim, þar á meðal á Íslandi. Upphaf spænskukennslunnar á íslensku framhaldsskólastigi má rekja til sjöunda áratugsins og hafa vinsældir tungumálsins vaxið jafnt og þétt síðan þá. Í dag er spænska vinsælasta tungumálið meðal íslenskra tungumálanemenda af þeim tungumálum sem kennd eru sem þriðja mál í framhaldsskólum landsins. Í þessari ritgerð, El uso de la música como herramienta didáctica en el aula de español en Islandia, er fjallað um notkun tónlistar í spænskukennslu á framhaldsskólastigi á Íslandi, sem aðferð til að örva nemendur í tungumálanámi. Í fyrsta lagi var könnun lögð fyrir spænskukennara í framhaldsskólum landsins með það fyrir augum að kanna hvort notuð sé tónlist í spænskukennslu og hvernig þeir nýta sér tónlist í kennslu ef þeir gera það á annað borð. Í öðru lagi var gerð greining á tónlistinni sem kennsluefni í bókum sem notaðar eru í spænskukennslu. Í lok ritgerðarinar eru niðrstöðurnar kynntar. Í byrjun ritgerðarinnar er gerð grein fyrir spænskukennslu á framhaldsskólastigi á Íslandi. Í fjórða kafla er fjallað um ýmsar erlendar rannsóknir sem hafa verið gerðar um notkun tónlistar sem verkfæri í kennslu erlendra tungumála og varpað hafa ljósi á miklar framfarir hjá tungumálanemendum á markmálinu. Auk þess er skoðað hvað felst í hugtakinu hvati og hvernig hann hefur áhrif á tungumálanám ásamt því að fjalla um áhrifamátt tónlistarinnar sem verkfæri í tungumálanámi almennt. Fyrir tilstuðlan taktsins, endurtekningarinnar og rímsins í tónlistinni er auðveldara að muna texta og festa í minni sér. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að spænskukennarar á framhaldsskólastigi eru áhugasamir um notkun tónlistar í kennslustofunni. Margir hverjir notfæra sér hins vegar ekki þá tónlist sem finna má í kennslubókunum. En eru aftur á móti duglegir að nýta sér það úrval sem til er frá hinum ýmsu spænskumælandi löndum til þess að kenna bæði tungumálið og menningu þess. Þó virðist færnisþáttunum fjórum ekki gert ...