Rekstur íbúðagistingar

Meginmarkmið þessa verkefnis er að kanna það hvort arðbært sé að fjárfesta í fasteign miðsvæðis í Reykjavík og í framhaldi leigja hana út til skamms tíma. Lítið virðist vera um rannsóknir á því hvort hægt sé að hafa hagnað af því að leigja út íbúðir sem gistipláss til innlendra eða erlendra aðila ti...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Þorgils Heimisson 1991-
Other Authors: Háskólinn í Reykjavík
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2015
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/22616
Description
Summary:Meginmarkmið þessa verkefnis er að kanna það hvort arðbært sé að fjárfesta í fasteign miðsvæðis í Reykjavík og í framhaldi leigja hana út til skamms tíma. Lítið virðist vera um rannsóknir á því hvort hægt sé að hafa hagnað af því að leigja út íbúðir sem gistipláss til innlendra eða erlendra aðila til skamms tíma. Höfundur varpar því fram rannsóknarspurningunni: „Er arðbært fyrir einstakling að fjárfesta með einum eða öðrum hætti í fasteign miðsvæðis í Reykjavík, og í framhaldi setja fasteignina í skammtímaleigu?”. Til þess að svara þessari rannsóknarspurningu sem best var farið í það að taka púlsinn á því hvernig skammtíma-leigumarkaðurinn stendur í dag og horfur hans í náinni framtíð. Rannsóknin einkenndist af megindlegri rannsóknarvinnu. Rannsóknin var framkvæmd með því að fara í talsverða rannsóknarvinnu og greiningu gagna úr mismunandi áttum; skýrslur frá opinberum aðilum, greiningaskýrslur frá bankastofnunum og þess háttar gögn voru einnig skoðuð. Til þess að öðlast betri innsýn á markaðinn frá sjónarhorni rekstraraðila var tekið viðtal við einstakling sem hefur langa reynslu af rekstri skammtímaleigu og einnig langtímaleigu leiguíbúða, viðtalið einkenndist af starfi hans á markaði skammtímaleiguíbúða. Að lokum var framkvæmd tilraun þar sem tekinn var samanburður á hagnaði þess að fjárfesta í íbúð til þess að leigja til skamms tíma og hagnaði þess að geyma jafna upphæð fjárfestingarinnar inn á lokuðum vaxtareikning.