Ludus Gratia Ludi: Kvikspuni á Norðurlöndum og kenningarfræðileg staða hans, samfélagsmynstur spilara og samskynjun í leikjaheimi

Kvikspuni (en: live action role playing/Larp) er áhugamál sem þrátt fyrir að hafa aldrei náð raunverulegri fótfestu hérlendis nýtur mikilla vinsælda á hinum Norðurlöndunum. Þetta leikjaform sem snýst um að klæða sig í búning og taka þátt í uppspunnum sögum sem ímynduð persóna gæti virðst furðulegt o...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Unnur Helga Möller 1985-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2015
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/22587
Description
Summary:Kvikspuni (en: live action role playing/Larp) er áhugamál sem þrátt fyrir að hafa aldrei náð raunverulegri fótfestu hérlendis nýtur mikilla vinsælda á hinum Norðurlöndunum. Þetta leikjaform sem snýst um að klæða sig í búning og taka þátt í uppspunnum sögum sem ímynduð persóna gæti virðst furðulegt og spilarar hafa haft orð á sér fyrir að vera undarlegir einstaklingar. En hverjir eru það í raun sem stunda þetta áhugamál og af hverju? Í þessari ritgerð verða gerð skil niðurstöðum tveggja mánaða þátttöku- og vettvangsrannsóknar á tveim kvikspunaviðburðum í Svíþjóð sumarið 2014 og viðtölum við kvikspunaspilara sem í þeim tóku þátt. Fjallað verður um stöðu kvikspuna á mörkum leiks og listar og kenningum í leikjafræði, leikhúsfræði og mannfræði beitt til að staðsetja kvikspuna innan þessara greina. Einnig verða tekin fyrir spilarinn sem einstaklingur, spilaheimurinn og ástæður spilunar, sérstaklega út frá hugmyndum um samskynjun og umbreytingarkenningar Victor Turner. Viðtöl sýndu fram á mikla samheldni meðal spilara og sterkar skoðanir þeirra á rétti einstaklingsins til þess að skapa og tileinka sér sitt eigið rými og til að fá að blómstra án samfélagslegs þrýstings. Einnig virtust spilarar leita aftur og aftur í spunaumhverfið vegna jákvæðs andrúmslofts þess sem leiddi til djúpra vináttusambanda og aukins sjálfstraust spilara. Live action role playing (Larp) is a hobby that, even though it never truly gained traction in Iceland, is highly popular in the other Nordic countries. This form of gaming, which revolves around dressing up in costumes and partaking in fantasy tales as an imaginary persona, might appear strange to some, and the players themselves have a reputation for being peculiar individuals. But who are those who play live action role playing games, and why do they do it? This thesis will present the results of a two-month participatory ethnographic study on two larp events in Sweden in the summer of 2014, and interviews conducted with players participating in those events. The idea of larp as placed at ...