„Þú veist þetta er ekki bara barnapössun og við gerum ekki neitt eða þú veist“ : rannsókn á upplifun foreldra og kennara á móttöku erlendra barna í leikskóla á Reykjavíkursvæðinu

Ágrip Rannsóknarskýrslan fer inn á bæði áhugamál mín en þau eru mismunandi menningarheimar og vinna með börnum. Ég tók þátt í rannsókn með leiðbeinanda mínum, Brynju Elísabeth Halldórsdóttur en hún er að gera rannsókn sem tengist fjölmenningu í leikskóla á Reykjavíkursvæðinu. Minn hluti í rannsóknin...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Guðný Ósk Eyjólfsdóttir 1981-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2015
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/22535
Description
Summary:Ágrip Rannsóknarskýrslan fer inn á bæði áhugamál mín en þau eru mismunandi menningarheimar og vinna með börnum. Ég tók þátt í rannsókn með leiðbeinanda mínum, Brynju Elísabeth Halldórsdóttur en hún er að gera rannsókn sem tengist fjölmenningu í leikskóla á Reykjavíkursvæðinu. Minn hluti í rannsókninni snýr að því að skoða hvernig foreldrar sem koma hingað til lands og kennarar upplifa móttöku barna í leikskóla. Tekin voru þrjú viðtöl, við eitt foreldri, einn leikskólastjóra og einn deildarstjóra og farið inn á hvernig er tekið á móti börnunum í leikskólanum og hvernig upplifun foreldra og kennara er á móttöku barna. Viðtölin voru afrituð og þemagreind og komu í ljós þrjú þemu í gegnum öll viðtölin en þau eru öryggi, málörvun og menningarleg upplifun. Niðurstöður sýndu meðal annars að það er mikilvægt að þeir sem vinna með börnum hafi þá þekkingu og skilning sem til þarf, til dæmis á ólíkri menningu, trúarbrögðum, tungumálum, gildum og samskiptum. Einnig er mikilvægt að foreldrar séu í góðu samstarfi við skólana, með því geta þeir auðveldlega fylgst með, tekið þátt og haft rödd innan skólans. Abstract Multicultural education is currently an important factor in pre-school education in Iceland. In the past 15 years, the number of preschool children, who speak a language other than Icelandic at home, has steadily increased. The exploration of successful programs that help children and parents enter the Icelandic education system is beneficial to our understanding of the education process. Thus, as pre-school is the first step in lifelong learning for many students, it is important that all students and their families have a positive experience from the beginning. This presentation examines my interest in working with multicultural children and cultural diversity. As part of my senior project in Education Studies at the University of Iceland, I collected data with my adviser, Brynja Elísabeth Halldórsdóttir. She is currently conducting research related to inclusion and multiculturalism in three Reykjavík ...