Þau hafa líka rödd : barnalýðræði á frístundaheimilum í Reykjavík

Ritgerð þessi er til lokaverkefnis til BA-gráðu úr tómstunda- og félagsmálafræði frá Háskóla Íslands. Meginmarkmið þessara ritgerðar er að skoða frístundaheimili í Reykjavík og hvernig unnið er með barnalýðræði eftir Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna á frístundaheimilum í Reykjavík. Í ritgerð þessari...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Anna Björt Sigurðardóttir 1987-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2015
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/22506
Description
Summary:Ritgerð þessi er til lokaverkefnis til BA-gráðu úr tómstunda- og félagsmálafræði frá Háskóla Íslands. Meginmarkmið þessara ritgerðar er að skoða frístundaheimili í Reykjavík og hvernig unnið er með barnalýðræði eftir Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna á frístundaheimilum í Reykjavík. Í ritgerð þessari er lagt upp með tvær rannsóknarspurningar; hvað barnalýðræði er og hvernig barnalýðræði nýtist í starfi með börnum innan veggja frístundaheimilanna í Reykjavík. Unnin var tilviksathugun (e. case study). Þátttaka í skipulögðu tómstundastarfi eflir alhliða þroska barna og gerir þeim kleift að efla leik sinn innan veggja frístundaheimilanna. Með virku barnalýðræði er börnunum gefið tækifæri á að koma skoðunum sínum og hugsunum á framfæri undir handleiðslu leiðbeinanda. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar sýna að börn eru hæf til þess að taka ákvarðanir að málefnum sem snúa að þátttöku þeirra innan veggja frístundaheimilanna og að þau vilja fá að hafa áhrif á málefni sem snerta þau. Barnalýðræði er virkt á þeim frístundaheimilum sem voru rannsökuð og er barnalýðræði unnið eftir bestu vitund og þekkingu starfsmanna frístundaheimilanna. Leitarorð: Frístundaheimili, barnalýðræði, Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna og þátttaka barna