Ávinningur styrktarþjálfunar í unglingaflokki karla í körfuknattleik

Viðfangsefni rannsóknarinnar snéri að styrktarþjálfun unglingaflokka karla í körfuknattleik. Lagðar voru fyrir 11 krossaspurningar sem tengdust allar styrktarþjálfun. Markmiðið með könnuninni var að sjá hvernig styrktarþjálfun hér á landi fer fram. Notast var við megindlega aðferðafræði og lét höfun...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Eysteinn Freyr Júlíusson 1989-
Other Authors: Háskólinn í Reykjavík
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2015
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/22462
Description
Summary:Viðfangsefni rannsóknarinnar snéri að styrktarþjálfun unglingaflokka karla í körfuknattleik. Lagðar voru fyrir 11 krossaspurningar sem tengdust allar styrktarþjálfun. Markmiðið með könnuninni var að sjá hvernig styrktarþjálfun hér á landi fer fram. Notast var við megindlega aðferðafræði og lét höfundur ritgerðar alla þjálfara á Íslandi svara spurningalistanum. Þátttakendur voru 12 talsins og var svarhlutfall 100%, þ.e.a.s allir þjálfarar í unglingaflokki karla svöruðu spurningalistanum sem lagður var fyrir. Rannsóknarspurningarnar voru: Er styrktarþjálfun stunduð hjá körlum á aldrinum 19 til 20 ára? Hvað eru þjálfarar að leitast eftir með styrktarþjálfun? Að lokum eru lið í unglingaflokki karla með sérhæfðan styrktarþjálfara? Helstu niðurstöður voru þær að öll lið í unglingaflokki karla stunda styrktarþjálfun. Sömuleiðis voru allir þjálfarar sammála um að styrktarþjálfun eykur styrk, hraða og sprengikraft ásamt því að draga úr meiðslum. Flest lið í unglingaflokki karla eru með sérhæfðan styrktarþjálfara eða um 83% liða. Þegar skoðuð er heildarmynd rannsóknar má sjá að viðhorf þjálfara til styrktarþjálfunar telst vera mjög gott og standa allir unglingaflokkar á Íslandi vel að vígi þegar litið er á ástundun til styrktarþjálfunar. The subject of this research project centred on strength training among male, youth league basketball players. A survey of eleven multiple choice questions relating to strength training was presented with the aim of identifying how strength training takes place in Iceland. A quantitative methodology was applied and all youth basketball coaches in Iceland were asked to fill out the questionnaire. The participants were 12 and the survey received a 100 percent response rate, i.e. all the youth basketball coaches answered the questionnaire. The research questions were ‘Do male players aged 19-20 engage in strength training? What do coaches hope to achieve through strength training? and finally, ‘Do men’s youth teams have specialized strength trainers?’ The main findings were that all the ...