Að leita í smiðju annarra: Flæðir þekking og reynsla milli undirgreina fimleika og þekkja iðkendur hinar ýmsu greinar íþróttarinnar?

Markmið þessarar rannsóknar var að leita svara við því hvort þjálfarar í hópfimleikum og áhaldafimleikum hér á landi nýti sér þá þekkingu sem er til staðar í öðrum greinum fimleika en þeir sjálfir þjálfa, með það að markmiði að bæta gæði þjálfunar og um leið frammistöðu iðkenda sinna. Einnig voru þá...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Jóhanna Runólfsdóttir 1991-
Other Authors: Háskólinn í Reykjavík
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2015
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/22457
Description
Summary:Markmið þessarar rannsóknar var að leita svara við því hvort þjálfarar í hópfimleikum og áhaldafimleikum hér á landi nýti sér þá þekkingu sem er til staðar í öðrum greinum fimleika en þeir sjálfir þjálfa, með það að markmiði að bæta gæði þjálfunar og um leið frammistöðu iðkenda sinna. Einnig voru þátttakendur spurðir hvort þeir kynntu iðkendum sínum aðrar greinar fimleika. Þátttakendur rannsóknarinnar voru 41 aðalþjálfarar keppnistímabilið 2014 - 2015. Þar af voru 28 hópfimleikaþjálfarar og 13 áhaldafimleikaþjálfarar og komu þátttakendur frá fimleikadeild Aftureldingar, Íþróttafélaginu Gerplu, fimleikadeild Gróttu, fimleikadeild Ungmennafélags Selfoss og fimleikadeild Stjörnunnar. Við rannsóknina var notast við megindlega aðferð á formi spurningalista. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar voru að þjálfarar ólíkra fimleikagreina nýta sér að einhverju leyti þekkingu sína og reynslu úr öðrum greinum. Um helmingur þjálfara kynnir ekki iðkendum sínum aðrar greinar fimleika.