Staða umhverfismála hjá fjórum sveitarfélögum á Íslandi. Hvaða þættir hafa mest áhrif á þróun umhverfismála hjá þeim sveitarfélögum?

Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í samfélaginu og sinna að stórum hluta opinberri þjónustu við íbúa. Sveitarfélögin reka sig að stærstum hluta sjálf og eitt af málefnum þeirra eru umhverfismál sem þau bera að mestu leyti sjálf ábyrgð á. Sveitarfélög standa misvel í umhverfismálum af ýmsum ástæðum....

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Guðrún Agða Aðalheiðardóttir 1974-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2015
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/22416
Description
Summary:Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í samfélaginu og sinna að stórum hluta opinberri þjónustu við íbúa. Sveitarfélögin reka sig að stærstum hluta sjálf og eitt af málefnum þeirra eru umhverfismál sem þau bera að mestu leyti sjálf ábyrgð á. Sveitarfélög standa misvel í umhverfismálum af ýmsum ástæðum. Með niðurstöðum þessarar rannsóknar verður hægt að varpa ljósi á það hvort að umhverfismál hafi mikið vægi í fjórum sveitarfélögunum og reynt verður að greina í hverju munurinn felst á milli sveitarfélga og hvað þættir það eru sem hafa áhrif á árangur sveitarfélaganna í umhverfismálum. Rannsóknin sýnir að ákveðnir áhrifaþættir hafa áhrif á árangur sveitarfélaganna í umhverfismálum. Hún beindist að fjórum sveitarfélögum á Íslandi: Kópavogsbæ, Stykkishólmi, Húsavík og Akureyri. Tekin voru viðtöl við þrjá fulltrúa í hverju sveitarfélagi sem gáfu sitt mat á stöðu sveitarfélaganna í umhverfismálum. Gerð er grein fyrir hlutverki og ábyrgð sveitarfélaga í umhverfismálum og hvaða úrræði þau nýta sér í átt til betra umhverfis. Niðurstaðan sýnir að þrjú af fjórum sveitarfélaganna eru að vinna í umhverfismálum að einhverju eða töluverðu leyti og eru sorp- og endurvinnslumálin mjög áberandi í umræðunni. Fulltrúar sveitarfélaganna segja að nokkuð markvisst sé unnið í því að bæta stöðu þeirra í umhverfismálum. Eitt sveitarfélagið er lítið sem ekkert að aðhafast í umhverfismálum, samkvæmt viðmælendum, sem verður að teljast áhyggjuefni. Niðurstöður sýna jafnframt að margir þættir hafi áhrif á árangur í umhverfismálum líkt og fjármál og samvinna. Samvinna getur verið af hinu góða og jafnvel nauðsynleg á öllum sviðum, samvinna innan stjórnsýslunnar eða við íbúa, samvinna milli sveitarfélaga eða milli ríkis og sveitarfélaga. Víða virðist vera skortur bæði á fjármagni, samvinnu og samhæfingu sem mögulega hefur áhrif á árangur sveitarfélaganna í umhverfismálum. Lykilorð: Umhverfismál, sjálfbær þróun, sveitarfélög, úrgangsmál, samvinna, fjármál, umhverfisvottanir.