Sjálfsritskoðun íslenskra blaðamanna

Fræðigrein Umræða um sjálfsritskoðun fjölmiðla hefur tekið kipp hér á landi eftir árásir á ritstjórnarskrifstofur Charie Hebdo í París í janúar 2015 og sviptingar í yfirstjórn og eigendahópi íslenskra fjölmiðla. En hver er sú reynsla sem blaðamenn lýsa sem sjálfsritskoðun og hvað merkir hugtakið? Í...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Birgir Guðmundsson 1956-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Article in Journal/Newspaper
Language:Icelandic
Published: 2015
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/22354
Description
Summary:Fræðigrein Umræða um sjálfsritskoðun fjölmiðla hefur tekið kipp hér á landi eftir árásir á ritstjórnarskrifstofur Charie Hebdo í París í janúar 2015 og sviptingar í yfirstjórn og eigendahópi íslenskra fjölmiðla. En hver er sú reynsla sem blaðamenn lýsa sem sjálfsritskoðun og hvað merkir hugtakið? Í þessari könnun er leitað svara við tveimur rannsóknarspurningum. Annars vegar hvernig blaðamenn skilja hugtakið sjálfsritskoðun og hins vegar hver væri reynsla íslenskra blaðamanna af sjálfsritskoðun. Byggt var á fyrirbærafræðilegri aðferð með viðtölum við sex reynda blaðamenn. Megin niðurstaðan er sú að áhrif umræðunnar um fréttir og fréttamat blaðamanna hafi mikil áhrif á efnistök og framsetningu, bæði almenn stemning í þjóðfélaginu og ekki síður viðbrögð frá áhrifmiklum stjórnmálamönnum og skoðanaleiðtogum í netheimum. Enn fremur skiptir máli hvar þeir fjölmiðilar sem blaðamenn vinna á eru staðsettir í pólitískri/ viðskiptalegri blokkaskiptingu íslenska fjölmiðlakerfisins. Þá sýna niðurstöður ólíkan skilning blaðamanna á hugtakinu sjálfsritskoðun og að brýnt sé að að skilgreina það ef nota á það til greiningar. Loks kemur fram að almenn þjóðfélagsumræða ásamt áhrifmiklum stjórnmálamönnum og skoðanaleiðtogum í netheimum hafi mest áhrif á sjálfsritskoðun blaðamanna. The discussion on media self-censorship has flourished in Iceland after the attacks on the Charlie Hebdo editorial offices in January 2015 and after some dramatic changes in the top management and owner-groups of some of the media firms. But what is this experience that journalists describe as self censorship? This paper attempts to answer two main research questions. On the one hand the question how journalists understand the concept of selfcensorship. On the other hand the question: what is the experience of Icelandic journalist of self-censorship? The approach is the one of a qualitative research and is based on interviews with six experienced journalists. The main findings suggest important influence of the social discourse on news and news values ...