Summary: | Umfjöllunarefni þessarar ritgerðar, sem er lokaverkefni til BA gráðu frá lagadeild Háskólans í Reykjavík, er árleg hlutfallstala kostnaðar. Markmið ritgerðarinnar er að upplýsa lesanda um hlutverk árlegrar hlutfallstölu kostnaðar í lánssamningum og hvaða upplýsingar eru innifaldar í hlutfallstölunni. Þá leitast höfundur við að upplýsa lesanda um hvaða reglur beri að miða við þegar upplýsingar í lánssamningi sem notaðar eru við útreikning hlutfallstölunnar eru óvissar og ómælanlegar. Íslenskar réttarreglur verða bornar saman við samsvarandi reglur í Evrópurétti og verður vikið að því hvort túlkun og beiting reglnanna hér á landi sé í samræmi við framkvæmd Evrópudómstólsins og EFTA-dómstólsins. Í öðrum kafla ritgerðarinnar er söguleg þróun regluverks um neytendalán skoðuð hérlendis og í Evrópusambandinu. Í þriðja og fjórða kafla ritgerðarinnar eru gildandi reglur skoðaðar áður en vikið verður að hlutfallstölunni sjálfri og þeim reglum sem um hana gilda í fimmta kafla. Í kafla sex verður einblínt á útreikning hlutfallstölunnar og vikið að þeim forsendum sem lánveitendur þurfa að gefa sér við útreikning hennar þegar þeir þættir sem forsendunum er ætlað að koma í stað eru óvissir og ómælanlegir. Höfundur mun leitast við að skýra forsendurnar með hliðsjón af leiðbeiningum Evrópusambandsins og gildandi reglum ásamt því að rannsaka hvort forsendur reglugerðarinnar veiti lausn við útreikning á hinum ýmsu lánakostum sem í boði eru. Af rannsóknarvinnu höfundar er dregin sú ályktun að birting hlutfallstölunnar er ein mikilvægasta skylda lánveitenda í lánssamningum um neytendalán, jafnvel þótt túlkun innlendra dómstóla sé ekki að öllu sambærileg túlkun Evrópudómstólsins. Forsendur reglugerðar 965/2013 þjóna mikilvægu hlutverki því í markmiði að lántaki geri sér grein fyrir þeim kostnaði sem hlýst af láni og að lokum er dregin sú ályktun af ákvæðum og markmiði laganna að lánveitendum beri að upplýsa um hærri hlutfallstölu, fremur en lægri, hafi þeir val um útreikning hennar. The topic of this thesis, which is for graduating ...
|