Ég um mig frá mér til mín. Umfjöllun um birtingarmyndir sjálfsins í sjálfsævisögum Maxine Hong Kingston og Jenny Diski

Á undanförnum áratugum hefur skapast blómleg fræðiumræða um sjálfsævisögur og margbreytilegar birtingarmyndir sjálfsins í slíkum frásögnum. Hér á eftir verður sögulegur bakgrunnur bókmenntaformsins rakinn í stuttu mál og ljósi varpað á ólíkar nálganir fræðimanna á forsendum þriggja megineinkenna for...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Elísabet Ósk Ágústsdóttir 1981-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2009
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/2230
Description
Summary:Á undanförnum áratugum hefur skapast blómleg fræðiumræða um sjálfsævisögur og margbreytilegar birtingarmyndir sjálfsins í slíkum frásögnum. Hér á eftir verður sögulegur bakgrunnur bókmenntaformsins rakinn í stuttu mál og ljósi varpað á ólíkar nálganir fræðimanna á forsendum þriggja megineinkenna formsins; ævinnar, sjálfsins og sögunnar. Meginviðfangsefni ritgerðarinnar er hins vegar að varpa ljósi á kenningu Betty Bergland um tímarými í sjálfsævisögum og kanna að hvaða leyti greining á þeim forsendum birtir ólíkar hliðar sjálfsins í texta. Bergland byggir kenningu sína á hugtaki Mikhails Bakhtín um „chronotope“ – tengsl tíma og rýmis – en hún telur að þar sé að finna skapandi leið til að lesa sjálfsævisögur. Tímarými í sjálfsævisögum sé að finna í notkun á orðinu „ég“ og „hér og nú“ eða „þar og þá“. Með því að skoða hvernig sögumaður staðsetur sig í tíma og rými telur Bergland að skapast geti tækifæri til að meta, endurskoða og gagnrýna menninguna og ríkjandi hugmyndafræði sem síðar geti leitt til samfélagslegra breytinga. Þessi margradda og margbrotni lestur fellur einkar vel að póstmódernískum skrifum og kemur í veg fyrir að sjálfsævisögur séu metnar á grundvelli staðlaðra hugmynda um kyn, þjóðerni eða samfélagslega stöðu höfundar. Þess í stað fær hver einstök frásögn og sjálfið sem hún birtir að njóta sín á sínum eigin forsendum. Fjallað verður um tvær tilraunakenndar sjálfsævisögur, The Woman Warrior: Memoirs of a Girlhood Among Ghosts (1975) eftir Maxine Hong Kingston og Skating to Antarctica (1997) eftir Jenny Diski. Segja má að þessar frásagnir einkennist af margræðni þar sem hugmyndir um eðlislægt, einsleitt og heilsteypt sjálf eru brotnar upp og þess í stað er athyglinni fyrst og fremst beint að möguleikum á framsetningu á sjálfi í frásögn. Kingston og Diski vinna á skapandi hátt úr fortíð sinni og draga upp margræða mósaíkmynd af sjálfi sem er breytingum háð og stöðugt í mótun