Samanburður á hreyfiþroska barna í heilsuleikskólum og leikskólum sem fylgja öðrum uppeldis- og kennslustefnum

Markmið: Meginmarkmið rannsóknarinnar var að kanna hvort börn í heilsuleikskólum stæðu betur í hreyfiþroska en börn í leikskólum sem fylgja öðrum uppeldis- og kennslustefnum. Lagt var upp með fjögur markmið til viðbótar. Í fyrsta lagi var kannað hvort börn í heilsuleikskólum stunduðu frekar skipulag...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Björk Gunnarsdóttir 1983-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2015
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/22119
Description
Summary:Markmið: Meginmarkmið rannsóknarinnar var að kanna hvort börn í heilsuleikskólum stæðu betur í hreyfiþroska en börn í leikskólum sem fylgja öðrum uppeldis- og kennslustefnum. Lagt var upp með fjögur markmið til viðbótar. Í fyrsta lagi var kannað hvort börn í heilsuleikskólum stunduðu frekar skipulagða hreyfingu utan leikskóla, í öðru lagi hvort börn í heilsuleikskólum fengju meiri hreyfingu á leikskólatíma, í þriðja lagi hvort munur væri á þátttöku foreldra í skipulagðri hreyfingu og á tímalengd og ákefð daglegrar hreyfingar þeirra á milli hópa og í fjórða lagi hvort munur væri á menntun foreldra á milli hópa barna. Aðferðir: Rannsóknin var lýsandi þverskurðarrannsókn og var notast við lagskipt tilviljunarúrtak við öflun þátttakenda í hana. Prófuð voru 44 börn á lokaári í leikskóla, það er 22 börn (55% stúlkur) úr sex heilsuleikskólum og 22 börn (55% stúlkur) úr sex samanburðarleikskólum. Prófanir fóru fram á Æfingastöðinni í Reykjavík í apríl til júlí 2014. Hreyfiþroski var metinn með Bruininks-Oseretsky Test of Motor Proficiency, Second Edition (BOT-2) hreyfifærniprófinu. Lagðir voru fyrir þeir fimm prófhlutar þess sem innihalda grófhreyfingar, það er samhæfing hægri og vinstri hliðar líkama, jafnvægi, hlaupahraði og snerpa, samhæfing handleggja og handa og styrkur. Niðurstöður voru reiknaðar út fyrir bæði prófhlutana fimm og þau tvö hreyfisvið sem fjórir þeirra mynda. Foreldrar svöruðu spurningalista um hreyfingu barna sinna utan leikskóla, þátttöku sína í skipulagðri hreyfingu, tímalengd og ákefð daglegrar hreyfingar sinnar og menntun. Leikskólastjórar svöruðu auk þess spurningalista um hreyfingu barna innan síns leikskóla. Niðurstöður: Helstu niðurstöður voru að ekki var munur á hreyfiþroska hópanna, hvorki í prófhlutum (p = 0,47-0,97) né hreyfisviðum (p = 0,71 og 0,97) BOT-2. Aðrar niðurstöður sýndu engan mun á þátttöku hópanna í skipulagðri hreyfingu utan leikskóla (p = 1,00). Vísbendingar sáust um að börn í heilsuleikskólum notuðu frekar virkan ferðamáta til og frá leikskóla en munurinn var ekki ...