Úr sementstétt í skapandi stétt. Akranes á tímum sköpunar

Breyttir tímar kalla á breyttar áherslur og breyttar aðgerðir. Með auknu vægi skapandi starfsemi í nútíma hagkerfi er litið til vaxtarmöguleika Akraness, sem stendur frammi fyrir þéttbýlisendurnýjun með endurbótum á gömlu stóru iðnaðarsvæði í hjarta bæjarins. Framundan eru spennandi tímar hjá iðnaða...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Sindri Birgisson 1980-
Other Authors: Landbúnaðarháskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2015
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/22094
Description
Summary:Breyttir tímar kalla á breyttar áherslur og breyttar aðgerðir. Með auknu vægi skapandi starfsemi í nútíma hagkerfi er litið til vaxtarmöguleika Akraness, sem stendur frammi fyrir þéttbýlisendurnýjun með endurbótum á gömlu stóru iðnaðarsvæði í hjarta bæjarins. Framundan eru spennandi tímar hjá iðnaðarbænum Akranesi, sem liggur í útjaðri stórhöfuðborgarsvæðisins og hefur gengið í gegnum nokkrar sviptingar í atvinnulífinu. Hverjir eru möguleikar Akraness á tímum sköpunar? Velt er upp framtíðarmöguleikum Akraness í von um að efla bjartsýni og styrkja sjálfsmynd íbúa, og þar með framgangi atvinnu- og menningarlífs og samfélagsins í heild. Vonast er til að verkefnið hafi breiðari skírskotun til annarra sveitarfélaga, geti gefið þeim innblástur og veitt breiðari sýn og styrkt heildræna nálgun til skipulagsvinnu. Með því að sameina eigindlegar og megindlegar aðferðir við skipulagsfræði félags-, og efnahagsmál og skoða samband skapandi starfsemi, staðsetningar og vaxtarmöguleika, þá er niðurstaða rannsóknarinnar að skapandi starfsemi þrífst á Akranesi, en betur má ef duga skal. Hægt er að auka vaxtarmöguleika Akraness með því byggja upp innviði sem styðja við skapandi starfsemi og skapa félagslegar og efnahagslegar aðstæður fyrir skapandi fólk til að starfa í. Mikil sóknarfæri felast í nálægðinni við Reykjavík og góðu framboði af húsnæði á Akranesi, sem er ódýrara en á höfuðborgarsvæðinu. Endurbætur á gömlu iðnaðarsvæði geta gengt veigamiklu hlutverki í þéttbýlisendurnýjun Akraness. Þar mætti veita skapandi starfsemi aðstöðu og skapa fjölbreytt og lifandi athafnasvæði með góðum tengingum við nærumhverfið. „The Times They Are A-Changin,“ said the poet to the world. With different times comes different atmosphere and subsequently the need for new measures. The 21st century most certainly marks the dawn of the so-called creative age, where economical changes mean that creativity has become the new „it“ of world economy. The town of Akranes is an excellent example of a town immersed in „indust-reality“, a town facing urban ...