Áhrif og nytsetmi tímabundinnar hönnunar á borgarumhverfið

Tímabundin hönnun hefur verið talsvert áberandi undanfarin ár en lítið hefur verið rannsakað hvað varðar áhrif og nytsemi slíkrar hönnunar á borgarumhverfið, íbúa og notendur. Undanfarna áratugi hafa umhverfismál og sjálfbærni verið megináhersla í borgarskipulagi. Útþensla byggðar og aukin notkun ei...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Skarphéðinn Njálsson 1987-
Other Authors: Landbúnaðarháskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2015
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/22083
Description
Summary:Tímabundin hönnun hefur verið talsvert áberandi undanfarin ár en lítið hefur verið rannsakað hvað varðar áhrif og nytsemi slíkrar hönnunar á borgarumhverfið, íbúa og notendur. Undanfarna áratugi hafa umhverfismál og sjálfbærni verið megináhersla í borgarskipulagi. Útþensla byggðar og aukin notkun einkabílsins hefur leitt til þess að stefnur á borð við ,,New Urbanis“ hafa skotið upp kollinum en markmið stefnunnar er að hvetja til gönguvæni og fjölbreytileika innan hverfa með áherslu á samfélagsmyndun. Samspil félagslegra þátta og borgarskipulags hefur einnig verið til umræðu en stefnur eins og staðarmyndun (e.placemaking) stuðla að því að samfélagið móti rými til að hámarka sameiginleg gildi. Úthverfaþróun og efnahagsleg umbreyting ásamt misheppnuðum skipulagsverkefnum hefur leitt til þess að vannýtt rými í borgum hafa aukist en slík rými eru tilvalin fyrir tímabundna hönnun. Hins vegar eru ekki öll rými æskileg fyrir tímabundna hönnun, þar sem svæðin þurfa að vera nálægt umferð almennings. Tímabundin hönnun er fjölbreytileg og býður upp á margvíslega möguleika. Mikilvægt er þó að mynda líf á þeim svæðum sem eru uppbyggð og hvetja íbúa til að móta rýmin. Margar erlendar stórborgir hafa tekið upp stefnur sem hvetja til tímabundinnar hönnunar á vannýttum rýmum borganna. Árið 2010 setti Reykjavíkurborg af stað verkefnið Torg í biðstöðu sem stuðlar að því að lífvæða ákveðin svæði með tímabundnum lausnum. Verkefnið hefur fengið góðar móttökur og opnar augu almennings á möguleikum vannýttra rýma. Niðurstaðan er því sú að tímabundin hönnun hefur í flestum tilfellum jákvæð áhrif á borgarumhverfið, íbúa og notendur. Lykilatriði eru að velja rétta staðsetningu fyrir slíka hönnun, skapa staðaranda, virkja þátttöku íbúa og hugsa ,,út fyrir boxið“. Tímabundin hönnun getur endurbætt vannýtt rými án mikils kostnaðar og í kjölfarið starfað sem tilraunarstarfsemi fyrir biðsvæði borga. Almennt veitir því tímabundin hönnun íbúum og notendum hönnunarsvæða ánægju, ásamt því að sýna möguleika til fjölbreyttari starfsemi.