Hafa íslensk fyrirtæki í fataiðnaði stefnu í samfélagslegri ábyrgð?

Samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja hefur verið mikið í umræðunni undanfarið vegna umfjallana sem birst hafa á netinu. Því var tilgangur þessarar rannsóknar að skoða ástand mála hjá fyrirtækjum á Íslandi og þá sérstaklega í miðborg Reykjavíkur. Tekin voru viðtöl við sjö aðila og lagðar fyrir þá hálfopnar...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Guðný Sigríður Magnúsdóttir 1964-
Other Authors: Háskólinn á Bifröst
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2015
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/22050
Description
Summary:Samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja hefur verið mikið í umræðunni undanfarið vegna umfjallana sem birst hafa á netinu. Því var tilgangur þessarar rannsóknar að skoða ástand mála hjá fyrirtækjum á Íslandi og þá sérstaklega í miðborg Reykjavíkur. Tekin voru viðtöl við sjö aðila og lagðar fyrir þá hálfopnar spurningar (e. semi-structured) ásamt því að heimasíður allra þeirra fyrirtækja og hönnuða voru skoðaðar með tilliti til upplýsinga um samfélagslega ábyrgð fyrirtækisins. Settar voru fram 4 fullyrðingar um eftirlit, stefnu, uppruna og aðstæður við framleiðslu út frá rannsóknarspurningunni: Hafa íslensk fyrirtæki í fataiðnaði stefnu í samfélagslegri ábyrð þegar kemur að framleiðslu vara erlendis? Niðurstöður leiddu í ljós að íslensk fyrirtæki eru almennt ekki með opinbera stefnu um samfélagslega ábyrgð fyrirtækisins en vinna þó eftir gildum um samfélagslega ábyrgð að einhverju leiti þar sem ýmist er notað hyggjuvit sem tengist framleiðslunni, hvaða áhrif þau hafa á náttúruna, hvernig eru þau unnin. Gætt er að því að vinnsla sé ekki umhverfisskemmandi og eins velt vöngum yfir kolefnisfótsporum sem varan skilur eftir sig. Aðrir taka út ákveðna þættti eins og umhverfisvernd, að engin aukaefni séu í vöru; annar skrifar undir siðareglur við birgja þar sem tekið er á mannréttindum, aðbúnaði, vinnutíma og þess háttar og jafnframt hugsað um mengun sem verður vegna litunar á bómull á meðan enn aðrir eru að marka sér stefnu og vilja vera sjálfbærir. Aðrir eru með Evrópuvottuð efni og þá er hugað að dýravernd og að framleiðsla sé umhverfis- og náttúruvæn. Þegar heimasíður fyrirtækjanna voru skoðaðar þá reyndust 6 af 38 heimasíðum með eitthvað af óformlegum upplýsingum um samfélagslega ábyrgð fyrirtækisins. Fimm lykilorð um efni ritgerðar: samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja, íslenskt, framleiðsla, iðnaður, fataiðnaður. Corporate Social Responsibility has been discussed a lot recently and the critics have all appeared online. The purpose of this study is to examine the situation in companies downtown Reykjavík regarding whether they ...