Hátíðavæðing lista : af fjölgun hátíða í Reykjavík

Lista- og menningarhátíðum hefur fjölgað gríðarlega um land allt á undanförnum árum og ekki síst í Reykjavík. Markmiðið með þessari rannsókn er að sýna með óyggjandi hætti fram á fjölgun lista- og menningarhátíða í Reykjavík á árunum 2003 til 2014 og greina helstu ástæður að baki fjölguninni. Stofnu...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Valgerður Guðrún Halldórsdóttir 1965-
Other Authors: Háskólinn á Bifröst
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2015
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/22034
Description
Summary:Lista- og menningarhátíðum hefur fjölgað gríðarlega um land allt á undanförnum árum og ekki síst í Reykjavík. Markmiðið með þessari rannsókn er að sýna með óyggjandi hætti fram á fjölgun lista- og menningarhátíða í Reykjavík á árunum 2003 til 2014 og greina helstu ástæður að baki fjölguninni. Stofnun Höfuðborgarstofu árið 2003 og stofnun Borgarhátíðasjóðs níu árum síðar markar skýra stefnu borgaryfirvalda í ímyndar¬uppbyggingu Reykjavíkur í gegnum hátíðir. Fjölgun menningarverkefna sem nefna sig hátíðir má einnig sjá í úthlutunum árlegra styrkja Menningar- og ferðamálaráðs til menningarstarfsemi og listverkefna og vitnar það einnig um áherslu á viðlíka verkefni. Ástæður þess má að hluta til rekja til verkefnavæðingar með innleiðingu nýsköpunar í opinberum rekstri en einnig má rekja þessa aukningu til átaks í ferðamálum til að auka ferðamannastraum utan háannatíma og einfaldlega að markaðssetja Reykjavík sem kraumandi menningarborg, iðandi af lífi. Aðsóknartölur eru yfirleitt notaðar sem opinber mælikvarði á árangur og hafa þær hátíðir sem Reykjavíkurborg stendur að undantekningalítið heppnast vel og aðsókn aukist ár frá ári. Svo virðist sem vel heppnaðar hátíðir smiti út frá sér og mögulega hefur velgengni stærstu hátíðanna orðið til þess að aðrar hátíðir spretta upp í kjölfarið og í kring. Hátíðir eru ennfremur mikilvægur sýningar-vettvangur fyrir starfandi listamenn og svo virðist sem fjármögnun gangi betur og kynningarstarf sé auðveldara viðfangs ef listamenn sameinast undir hátíðarnafni í stað þess að standa að sjálfstæðum listviðburðum. Á hinn bóginn má spyrja hvort áherslan á hátíðir hafi áhrif á framboð eða eftirspurn eftir sjálfstæðum listviðburðum og má telja líklegt að svo sé. Þó aðsókn skipti hátíðir gríðarmiklu máli þá virðast áherslur hátíða vera að breytast frá áherslu á síaukinn áhorfendafjölda til áherslna á alhliða faglegt starf í öllum þáttum hátíðahaldsins – framkvæmd, markaðsetningu og innihald. In recent years there has been a considerable increase in art- and cultural festivals in ...