Fjölbreyttar kennsluaðferðir í náttúrufræðinámi

Verkefni þetta er lokaverkefni til B.Ed.-prófs við Kennaradeild Háskólans á Akureyri. Verkefnið er um mikilvægi þess að nota fjölbreyttar kennsluaðferðir við kennslu á náttúrufræði. Í verkefninu er lögð áhersla á að kanna kennsluaðferðir í náttúrufræði í grunnskólum og þá helst hjá elsta stiginu, þ....

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Karen Nanna Þorkelsdóttir 1992-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2015
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/22010
Description
Summary:Verkefni þetta er lokaverkefni til B.Ed.-prófs við Kennaradeild Háskólans á Akureyri. Verkefnið er um mikilvægi þess að nota fjölbreyttar kennsluaðferðir við kennslu á náttúrufræði. Í verkefninu er lögð áhersla á að kanna kennsluaðferðir í náttúrufræði í grunnskólum og þá helst hjá elsta stiginu, þ.e. í 8. – 10. bekk. Markmið verkefnisins er tvíþætt. Annars vegar kynnir höfundur sér stöðu Íslands í náttúrufræðikennslu og hins vegar skoðar hann þær kennsluaðferðir sem náttúrufræðikennarar nota til að kenna þetta mikilvæga fag. Tilgangur verkefnisins er að kanna hvort kennarar noti fjölbreyttar kennsluaðferðir í náttúrufræðinámi, hvernig staða íslenskra barna sé í náttúrufræði og hvort það sé tenging þar á milli. Niðurstöður þessa verkefnis eru þær að höfundur telur að hægt sé að bæta náttúrufræðikennslu á Íslandi með því að nota fjölbreyttari kennsluaðferðir. Eftir vinnu á þessu verkefni hefur höfundur komist að því að rannsóknir sýna að kennsla í formi fyrirlestrar sé algengust, þrátt fyrir að ótal rannsóknir hafi sýnt fram á að aðrar kennsluaðferðir skili efninu betur til nemenda. Rannsóknir hafa einnig sýnt fram á að það sé mikilvægt að nota fjölbreyttar kennsluaðferðir í náttúrufræðinámi. Höfundur telur því að hægt sé að áætla að tenging sé á milli þess að kennarar noti ekki fjölbreyttar kennsluaðferðir og lakrar stöðu Íslendinga, til dæmis í PISA, í náttúrufræði. This final project is for B.Ed. degree within the Faculty of Education at the University of Akureyri. The project is about the importance of using a variety of teaching methods when teaching sciences. The focus will be on the teaching of science in schools, particularly in 8th to 10th grade. The aim of this project is two folded. First, to examine the status of science teaching in Iceland and to examine its teaching methods, which teachers use to teach this important subject. The purpose of this project is to investigate whether teachers use a variety of teaching of teaching methods in science education, how well Icelandic children do in science ...