Vistheimt í þéttbýli - Gróðurfar í Reykjavík og möguleikar til að fjölga innlendum plöntutegundum

Í vaxandi mæli er farið að líta á þéttbýli sem vistkerfi. Í því sambandi hefur athyglin beinst að stóru vistspori þéttbýlis og aðferðum til að draga úr því. Markmið þessa verkefnis voru að kanna hvers konar gróðurlendi finnast innan þéttbýlis, hvers konar gróður er ríkjandi á hverju gróðurlendi og k...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Guðrún Óskarsdóttir 1989-
Other Authors: Landbúnaðarháskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2014
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/22000
Description
Summary:Í vaxandi mæli er farið að líta á þéttbýli sem vistkerfi. Í því sambandi hefur athyglin beinst að stóru vistspori þéttbýlis og aðferðum til að draga úr því. Markmið þessa verkefnis voru að kanna hvers konar gróðurlendi finnast innan þéttbýlis, hvers konar gróður er ríkjandi á hverju gróðurlendi og kanna mögulegar leiðir til þess að auka líffræðilega fjölbreytni á grænum svæðum. Það eru mikilvæg skref í átt til vistheimtar í þéttbýli. Verkefnið var unnið í tveimur hlutum, annars vegar var gerð rannsókn á gróðurfari nokkurra grænna svæða í Reykjavík og hins vegar rannsókn á leiðum til að fjölga nokkrum innlendum plöntutegundum. Gróðurfarsrannsóknin var framkvæmd á 20-45 ha svæðum innan fjögurra misgamalla hverfa Reykjavíkur. Upplýsingar um græn svæði hvers hverfis voru skráðar niður og þau flokkuð niður eftir ríkjandi gróðurfari. Nokkur græn svæði í hverju hverfi og hverjum flokki voru valin af handahófi til gróðurgreininga sumarið 2013. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að svæði með tiltölulega fábreyttum graslendisgróðri voru langalgengust á rannsóknarsvæðunum, eða um 77% allra grænna svæða. Tegundaauðgi og tegundafjölbreytni var marktækt meiri á mólendissvæðum en graslendissvæðum en mólendissvæðin voru mun færri, eða rúmlega 8% allra grænna svæða og fundust aðeins í nýrri hverfunum. Því má álykta að til þess að viðhalda líffræðilegri fjölbreytni á grænum svæðum í Reykjavík sé æskilegt að auka tegundafjölbreytni á graslendissvæðum og varðveita mólendi þar sem það er að finna. Rannsóknin á möguleikum til fjölgunar innlendra plöntutegunda beindist einkum að söfnun og prófun fræs nokkurra innlendra plöntutegunda, tilraunum til að sá þeim utandyra og upplýsingaöflun um vistfræðilega eiginleika þeirra. Haustin 2011 og 2012 var fræi nokkurra innlendra plöntutegunda safnað í nágrenni Reykjavíkur. Fræið var spírunarprófað og 20 tegundir voru valdar til notkunar í fjölgunartilraunir. Búin var til sáðblanda úr 12 tegundum sem prófuð var í fimm meðferðum en fræi hinna tegundanna átta var sáð sér í bakka. Fylgst var með ...