Ferðahegðun gesta á Austurlandi : möguleikar á að lengja dvöl gesta á litlum gistiheimilum

Verkefnið er lokað til 3.6.2085. Markmið verkefnisins er að kanna möguleika á að fá erlenda gesti sem koma á Austurland til að verja þar meiri tíma og stoppa lengur en eina nótt á gististöðum. Rannsóknarspurningin sem leitað var svara við er: Hvernig er unnt að fá þá sem gista aðeins eina nótt á Aus...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Björg Skúladóttir 1962-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2015
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/21990
Description
Summary:Verkefnið er lokað til 3.6.2085. Markmið verkefnisins er að kanna möguleika á að fá erlenda gesti sem koma á Austurland til að verja þar meiri tíma og stoppa lengur en eina nótt á gististöðum. Rannsóknarspurningin sem leitað var svara við er: Hvernig er unnt að fá þá sem gista aðeins eina nótt á Austurlandi til að dvelja þar lengur? Og til að nálgast svarið við því voru undirspurningarnar: Á hvaða ferð eru gestirnir? Hvað hafa þeir langan tíma á landinu? Hvaða leiðir eru nýttar i markaðssetningu á svæðinu nú þegar? Til að nálgast þessi svör var stuðst við rannsóknir Rannsóknamiðstöðvar ferðamála á Akureyrarflugvelli, gögn Hagstofu Íslands um gistinætur, kannanir Ferðamálastofu meðal erlendra gesta og litla óbirta könnun meðal erlendra ferðamanna á Egilsstöðum. Fjallað er fræðilega um jaðarsvæði og ferðaþjónustu á þeim. Einnig verða samgöngur á landi, í lofti og á sjó skoðaðar. Þá var sprungulíkan þjónustugæða skoðað með tilliti til hvernig bæta mætti þjónustu á svæðinu. Þar kemur í ljós að með frekari markaðsrannsóknum mætti koma betur til móts við ferðamenn. Megin niðurstaðan er að stór hluti ferðamanna er hér í fríi,vegna almenns áhuga á náttúru og landi, á eigin vegum og stoppar í stuttan tíma. Þeir hafa aflað sér upplýsinga um Ísland af Netinu og frá vinum og ættingjum. Með því að markaðssetja svæðið betur, t.d. með tilboðum um gistingu þannig að seinni nóttin væri ódýrari væri mögulega hægt að fá gestina til að dvelja lengur. Verið er að vinna í að markaðssetja Austurland og vonandi skilar lengri dvalartíma ferðamanna en nýta mætti flugvöllinn betur og nota hann sem eitt hlið enn inn í landið með flugvöllunum á Akureyri og í Keflavík, sérstaklega á álagstímum yfir hásumarið. The aim of this project is to explore the possibility of getting foreign visitors who come to East Iceland to stay there longer and stop more than one night in guesthouses. The research question is: How is it possible to get those who stay only one night in east Iceland to stay longer? And to provide the answer to that were the ...