Afbrot og fullnusta refsinga

Þessi ritgerð er lokaverkefni til BA gráðu í lögfræði við Háskólan á Akureyri og fjallar um afbrot og fullnustu refsinga. Farið er yfir afbrot og viðurlög við þeim, sögu refsinga í íslensku samfélagi frá tímum Jónsbókar og Járnsíðu og til dagsins í dag Fjallað er um íslensk fangelsi og komið inn á d...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Ingibjörg Jóhannsdóttir 1957-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2015
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/21986
Description
Summary:Þessi ritgerð er lokaverkefni til BA gráðu í lögfræði við Háskólan á Akureyri og fjallar um afbrot og fullnustu refsinga. Farið er yfir afbrot og viðurlög við þeim, sögu refsinga í íslensku samfélagi frá tímum Jónsbókar og Járnsíðu og til dagsins í dag Fjallað er um íslensk fangelsi og komið inn á dauðarefsingar og aftökuaðferðir í öðrum löndum. Þegar ég fyrst byrjaði í Háskólanum á Akureyri fór ég í hjúkrunarfræði en fann mig ekki alveg þar. Ég tók svo þá stóru ákvörðun að færa mig yfir í lögfræði en hún heillaði mig á eitthvern hátt. Þó það hafi tekið sinn tíma þá sé ekki ekki eftir þeirri ákvörðun en ég hef lært svo ótal margt síðan ég byrjaði í lögfræði og er það stór partinn frábæru starfsfólki í Háskólanum á Akureyri en þau hafa reynst mér ætíð vel og gæti ekki hugsað mér betri skóla. Ástæðan fyrir því að ég valdi að skrifa um þetta efni er sú að ég hef ávalt haft áhuga á afbrotafræði almennt og refsingum en ég hef orðið margs fróðari eftir þessi ritgerðarskrif. Ég fór t.d. í heimsókn í fangelsismálastofnun en þau tóku vel á móti mér og svöruðu spurningum mínum samviskusamlega. Það kom margt á óvart þegar ég fór að grúska í dauðarefsingum og þá sérstaklega hvernig aftökuaðferðir eru í dag en ég bjóst ekki við þeim frumstæðu aðferðum sem enn eru notaðar í dag. Þökk sé Amnesty International mannréttindasamtökunum þá er miklu meiri vitund um þá hræðilegu atburði sem gerast á hverjum degi en mörg þúsundir manna þurfa líða pyntingar, dauða og eru sviptir grundvallarréttindum eins og aðgang að fæðu, vatni og öruggu skjóli. Þetta ætti að vera sjálfsagður hlutur hjá hverri lifandi mannveru. Þetta er 21. öldin og því hraðar sem tækninni fleytir áfram því stærra verður bilið á milli þróuðu ríkjanna og fátæku ríkjanna. Við hrósum okkur yfir að vera siðmenntuð en er það nokkuð til að vera stolt yfir þegar við tökum einstaklinga af lífi því þeir enduðu líf einhvers annars. Erum við þá ekki búin að leggjast jafn lágt og þeir. Eins og máltækið segir: „auga fyrir auga gerir heiminn blindan”. This essay is a final ...