Líkamsímynd unglinga á Íslandi : tengsl við sjónvarpsáhorf, internetnotkunar, líkamsþyngdarstuðul og viðhorf til megrunar

Tilgangur rannsóknarinnar var að skoða líkamsímynd 15 ára unglinga á Íslandi og tengsl líkamsímyndar við sjónvarpsáhorf, internetnotkun, líkamsþyngdarstuðul og viðhorf til megrunar. Aðferð: Notast var við gögn úr alþjóðlegu rannsókninni „Heilsa og lífskjör skólanema“ sem var gerð árið 2013/2014. 3.6...

Full description

Bibliographic Details
Main Authors: Harpa Hrönn Harðardóttir 1993-, Jovana Kotaras 1990-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2015
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/21965
Description
Summary:Tilgangur rannsóknarinnar var að skoða líkamsímynd 15 ára unglinga á Íslandi og tengsl líkamsímyndar við sjónvarpsáhorf, internetnotkun, líkamsþyngdarstuðul og viðhorf til megrunar. Aðferð: Notast var við gögn úr alþjóðlegu rannsókninni „Heilsa og lífskjör skólanema“ sem var gerð árið 2013/2014. 3.617 unglinga í 10. bekk svöruðu listanum. Notast var við Pearson‘s r til að athuga tengsl milli breyta í rannsókninni. Niðurstöður: 56,1% nemenda voru sáttir með eigin líkamsímynd. Hlutfall stelpna var hærra (33,1%) en stráka (9,5%) þegar kom að óánægju með eigið útlit. 27,1% svarenda sögðust vera í megrun. Jákvæð, mjög veik fylgni var milli verri líkamsímyndar og meiri internetnotkunar (r= 0,14, p<0,001). Niðurstöðurnar gátu ekki álykta að sjónvarpsáhorf hafi áhrif á líkamsímynd (r= 0,05, p<0,002). Jákvæð, meðal sterk fylgni kom fram milli verri líkamsímyndar og hærri líkamsþyngdarstuðuls stráka (r= 0,20, p<0,001), sama kom fram hjá stelpum (r= 0,23, p<0,001). Jákvæð, sterk tengsl voru milli verri líkamsímyndar og viðhorfa til megrunar (r = 0,49 (p<0,001), á þá leið að þeir unglingar sem sögðust vera óánægðari með líkama sinn voru líklegri til að segjast vera í megrun. Umræða: Margir unglingar í 10. bekk á Íslandi eru sáttir við líkama sinn, þó var hægt að finna nokkuð stóran hóp með neikvæða líkamsímynd. Í þessari rannsókn komu fram tengsl milli neikvæðrar líkamsímyndar og meira sjónvarpsáhorf og internetnotkun, en þó voru tengslin veik. Sterk tengsl komu aftur á móti í ljós á milli verri líkamsímyndar og hærri líkamsþyngdarstuðuls og svo viðhorfi til megruna á þá vegu að þeir sem voru óánægðir með líkamsvöxt sinn voru í megrun eða vildu fara í hana. The purpose of this study was to examine the body image of 15-year-old adolescents in Iceland and whether body image was related to TV viewing, internet use, body mass index (BMI), and their views on dieting. Methods: Data from the international study "Health Behaviour of schoolchildren" was used. 3.617 15 year old adolescents in Iceland answered the ...