Aðsóknar persónuleikaröskun : einkenni, nálganir meðferðaraðila og meðferðir

Meðferðir við aðsóknar persónuleikaröskun (e. paranoid personality disorder) hafa ekkert verið rannsakaðar á Íslandi. Aðeins hafa verið gerðar mælingar á algengi persónuleikaraskana á landinu öllu og á stór-Reykjavíkursvæðinu. Aðsóknar persónuleikaröskun er mjög flókin og erfið viðfangs og algengar...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Anton Scheel Birgisson 1981-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2015
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/21957
Description
Summary:Meðferðir við aðsóknar persónuleikaröskun (e. paranoid personality disorder) hafa ekkert verið rannsakaðar á Íslandi. Aðeins hafa verið gerðar mælingar á algengi persónuleikaraskana á landinu öllu og á stór-Reykjavíkursvæðinu. Aðsóknar persónuleikaröskun er mjög flókin og erfið viðfangs og algengar samgreiningar valda því að mun erfiðara er að greina aðsóknar persónuleikaröskun eina og sér og veita við henni viðeigandi meðferð. Markmið: Markmið rannsóknarinnar er að skoða hvaða sálfræðilegu meðferðir geti skapað betri meðferðar niðurstöður fyrir skjólstæðinga á geðsviði landspítalans og hjá stofnunum sem að heyra undir fangelsismál á Íslandi, við aðsóknar persónuleikaröskun og draga þannig úr sálrænum og hegðunartengdum vanda þeirra. Leitast verður við að skoða þær sálfræðilegu meðferðir sem að hafa gefið góða raun í klínísku starfi erlendis frá. Rannsóknarsnið: Valið var yfirlits rannsóknarsnið (e. literature review) en í því felst að safnað var saman þeim helstu erlendu og innlendu rannsóknum á meðferðum við aðsóknar persónuleikaröskun. Niðurstöður: Gott meðferðarsamband við einstaklinga með aðsóknar persónuleikaröskun er mikilvægur þáttur í meðferðarheldni og útkomu meðferðar. Án þess mun valin meðferð ekki bera árangur. Þær meðferðir sem sýnt hafa árangur við persónuleikaröskunum eru díalektísk atferlismeðferð (e. Dialectic-behaviour therapy, DBT), skema meðferð (e. schema-therapy) og cognitive-analytic therapy, CAT og er hver meðferð sniðin að þörfum einstaklinga með alvarlega geðsjúkdóma og persónuleikaraskanir. No research has been done on the treatment of paranoid personality disorder (PPD) in Iceland. Some research has been done on the prevelance of personality disorders in Iceland in the Reykjavik metropolitan area. PPD is an complex disorder and not easily diagnosed or treated. Comorbidity with other disorders makes it hard to find appropriate treatment for PDD that can be used in forensic areas such as psychiatry hospitals and in prisons. Purpose: The main purpose of this research is to determine ...