Áhrif roðfrystingar á vinnslunýtingu og áferð við vinnslu á botnfiski

Verkefnið fjallar um áhrif roðfrystingar á vinnslunýtingu og áferð ferskra þorskflaka með tilliti til losmyndunar. Roðfrysting flaka fyrir roðdrátt veldur því að ákveðið hlutfall vatnsinnihalds holdsins umbreytist í ískristalla. Við það ferli verður flakið stífara og ætti að þola betur hnjask og ála...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Sigurjón Guðmundsson 1992-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2015
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/21954
Description
Summary:Verkefnið fjallar um áhrif roðfrystingar á vinnslunýtingu og áferð ferskra þorskflaka með tilliti til losmyndunar. Roðfrysting flaka fyrir roðdrátt veldur því að ákveðið hlutfall vatnsinnihalds holdsins umbreytist í ískristalla. Við það ferli verður flakið stífara og ætti að þola betur hnjask og álag við roðflettingu sem gæti leitt til betri nýtingar og lágmarkað losmyndun í fiskholdinu. Markmið verkefnisins var að kanna hvort roðfryst hráefni skili betri nýtingu og minki jafnframt losmyndun samanborið við hráefni sem unnið er á hefðbundin hátt, þ.e. óroðfryst. Rannsóknaspurningar verkefnisins eru: Skilar roðfrysting bættri nýtingu við vinnslu á ferskum þorski? Hefur roðfrysting áhrif á áferð hráefnis. Framkvæmd var samanburðarrannsókn á fiskvinnslunum Samherja á Dalvík og ÚA á Akureyri sem miðaði að því að rannsaka fyrirgreinda þætti en hjá Samherja á Dalvík er hráefnið roðfryst en ekki hjá ÚA á Akureyri. Skoðuð var vinnslunýting beggja vinnsla frá hausun að snyrtingu og áferðin síðan metin í flökum samkvæmt gæðamatskerfi botnfiskvinnslu Samherja. Jafnframt var hitastig hráefnis í gegnum vinnsluferli beggja vinnsla skoðað. Til að lágmarka áhrif af náttúrulegum breytum þorsksins á nýtingu og áferð var notast við hráefni í báðum vinnslum sem veitt var af sama veiðiskipi í sömu veiðiferð. Helstu niðurstöður mælinga í verkefninu voru þær að roðfryst flök virðast ekki skila betri nýtingu samanborið við óroðfryst flök. Helsta ástæðan fyrir því er sú að roðflettivélin frá Skaganum, sem roðfryst flök voru roðdregin í tekur meira hold með roðinu miðað við Baader 51 vélina, sem óroðfryst flök voru roðdregin í. Minna los var metið í roðfrystum flökum að jafnaði en niðurstöðurnar benda til þess að roðfrysting hafi mikil áhrif til minnkunar á losmyndun flaka ef hráefnið er laust í sér fyrir. Hins vegar er það ekki sjálfgefið ef fiskholdið er ekki laust í sér fyrir. Niðurstöður hitastigsmælinga gefa vísbendingar um að magn hráefnis sem raðað er inná roðfrystinn hjá Samherja á Dalvík sé umfram afkastagetu hans, sem leiðir til ...