Hnattræn hlýnun og hugsanleg áhrif hennar á nytjastofna í Norður-Íshafi

Miklar breytingar eiga sér stað í lífríki Norður-Íshafs vegna hnattrænnar hlýnunar. Markmið þessa verkefnis er að skoða nánar þá þætti sem hafa áhrif á lífsskilyrði nytjastofna á svæðinu, þá sérstaklega í Chukchi-hafi. Chukchi-haf hefur í dag mikla frumframleiðni miðað við önnur svæði í Norður-Íshaf...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Selma Aradóttir 1974-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2015
Subjects:
Haf
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/21952
Description
Summary:Miklar breytingar eiga sér stað í lífríki Norður-Íshafs vegna hnattrænnar hlýnunar. Markmið þessa verkefnis er að skoða nánar þá þætti sem hafa áhrif á lífsskilyrði nytjastofna á svæðinu, þá sérstaklega í Chukchi-hafi. Chukchi-haf hefur í dag mikla frumframleiðni miðað við önnur svæði í Norður-Íshafi en lítið er þar um nytja-fisktegundir. Fjallað verður náið um botnlögun, strauma og veðurfar sem einkennir Norður-Íshaf. Lífríki sjávar verður skoðað sérstaklega, uppruni fisktegunda og lífsskilyrði í Chukchi-hafi. Farið verður yfir þær breytingar sem hafa þegar átt sér stað og hverju má búast við í framtíðinni þegar kemur að veðurfari, ísmyndun og öðrum mikilvægum þáttum sem hingað til hafa hamlað útbreiðslu nytjastofna á svæðinu. Einnig verður skoðað hvaða eiginleika fiskistofnar þurfa að búa yfir til að teljast mögulegir nýbúar í hinu síbreytilegu umhverfi Norður-Íshafs. Rannsóknarspurningar ritgerðarinnar eru þrjár: 1. Hver verða hugsanleg áhrif hlýnunar sjávar á alþjóðlega hafssvæðið í Chukchi-hafi? 2. Mun sú hlýnun gera svæðið vistvænna fyrir nytjastofna og þ.a.l. opna fyrir möguleikann á fiskveiðum á svæðinu í framtíðinni? 3. Hvaða nytjastofnar gætu leitað á svæðið í kjölfar hlýnunar? Helstu niðurstöður eru þær að vistkerfi Chukchi-hafs hentar vel ákveðnum tegundum en að sama skapi hafa skilyrði á svæðinu hamlað uppgangi nytjastofna. Frumframleiðni svæðisins er ein af þeim mestu í Norður-Íshafi, en hefur hingað til að mestu leyti nýst hvölum og öðrum sjávarspendýrum en einnig botndýrum. Spár um möguleika nytjategunda á borð við kyrrahafsþorsk, loðnu, blettakarfa, alaskaufsa og grálúðu auk snjókrabba og stóra kampalampa á því að leita inn á svæðið eru kynntar m.t.t. fiskveiðimöguleika á alþjóðlega fiskveiðisvæðinu í nyrsta hluta Chukchi-landgrunnsins. Þær nytjategundir sem hafa bestu möguleika á að verða mikilvægir fyrir fiskveiðar í framtíðinni í hinu síbreytilega umhverfi á alþjóðlega fiskveiðisvæðinu eru loðna og snjókrabbi Significant changes are taking place in the ecosystem of the Arctic Ocean due to ...