Áhrif olíufundar á íslenskan sjávarútveg : samanburður við Noreg og Nýfundnaland

Í þessari ritgerð er það ætlun höfundar að varpa ljósi á áhrif fyrirhugaðrar olíuvinnslu innan íslenskrar lögsögu á sjávarútveg og borin saman áratuga reynsla nágranna okkar, Noregs og Nýfundnalands. Norðmenn og Nýfundnalendingar eiga það sameiginlegt að eiga ríkar auðlindir af jarðefnaeldsneyti auk...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Andri Fannar Gíslason 1990-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2015
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/21944
Description
Summary:Í þessari ritgerð er það ætlun höfundar að varpa ljósi á áhrif fyrirhugaðrar olíuvinnslu innan íslenskrar lögsögu á sjávarútveg og borin saman áratuga reynsla nágranna okkar, Noregs og Nýfundnalands. Norðmenn og Nýfundnalendingar eiga það sameiginlegt að eiga ríkar auðlindir af jarðefnaeldsneyti auk þess sem þar ríkja aldagamlar hefðir fyrir nýtingu sjávarafurða, líkt og á Íslandi. Farið er yfir sögu olíuvinnslu í Noregi og á Nýfundnalandi, aðstæður og lífríki Drekasvæðisins og Gamms, umhverfisáhrif olíuvinnslu, eignarhald fyrirtækja í olíuleitinni, samtenging vinnuafls í olíuiðnaði og sjávarútvegi og þjóðhagslegan ávinning eða hugsanlegt tap á olíuvinnslu (hollenska veikin). Helstu niðurstöður eru þær að olíuiðnaður bæði í Noregi og á Nýfundnalandi er töluvert stærri en sjávarútvegur þessara landa með tilliti til landsframleiðslu, vinnuafls og launa. Ólga hefur á tímum skapast milli smábátasjómanna og olíuiðnaðar á báðum svæðum þá aðallega vegna taps á aðgengi sjómanna við hefðbundin fiskimið. Mengun af völdum olíu í sjó getur haft mjög slæm staðbundin áhrif, sérstaklega nálægt landi svipað og á olíuleitarsvæðinu út af Tjörnes (Gammur) en minni úti á opnu hafsvæði líkt og Drekasvæðinu. Vinnsla á jarðefnaeldsneyti innan íslenskrar lögsögu gæti leitt af sér lægra eldsneytisverð innanlands og skapað töluverðar ríkistekjur. Olíufundur gæti einnig leitt af sér lítinn hagvöxt vegna áhrifa hollensku veikinnar á auðlindarík lönd. In this thesis, it is the author’s intention to shine light on the effects of intended petroleum production, within the Icelandic jurisdiction, on fisheries and compare the decades of experience of our neighboring countries, Norway and Newfoundland. Norway and Newfoundland are rich in fossil fuel resources and like Iceland, have a long tradition of fisheries. This study provides an overview of the petroleum industry in Norway and Newfoundland, conditions and ecosystem of the Dragon area and Tjörnes basin, environmental impact of petroleum production, ownership of companies in the search for ...