Nemendur sem hafa tekið hlé frá námi á framhaldsskólastigi á Íslandi

Brotthvarf úr framhaldsskólum hefur mælst hátt hér á landi í samanburði við önnur lönd. Fyrri rannsóknir benda til þess að íslenskir nemendur útskrifist seinna en þekkist erlendis og margir snúa aftur í nám eftir að hafa áður hætt. Markmið rannsóknarinnar var að kanna hvað einkennir nemendur sem haf...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Urður María Sigurðardóttir 1989-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2015
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/21939
Description
Summary:Brotthvarf úr framhaldsskólum hefur mælst hátt hér á landi í samanburði við önnur lönd. Fyrri rannsóknir benda til þess að íslenskir nemendur útskrifist seinna en þekkist erlendis og margir snúa aftur í nám eftir að hafa áður hætt. Markmið rannsóknarinnar var að kanna hvað einkennir nemendur sem hafa tekið hlé frá námi á framhaldsskólastigi og á hvaða hátt þeir eru frábrugðnir nemendum sem hafa hætt eða lokið námi. Rannsóknin var megindleg þýðisrannsókn þar sem námsstaða við 22 ára aldur var könnuð auk þess sem skoðuð voru tengsl milli kyns, fyrri námsárangurs, menntunarstöðu foreldra, efnislegrar, félagslegrar og menningarlegrar stöðu og trúar á eigin getu við námsstöðu 22 ára. Þátttakendur voru 3675 einstaklingar fæddir 1990 sem höfðu tekið samræmd próf í íslensku og stærðfræði og svarað PISA könnuninni vorið 2006. Niðurstöður bentu til minna brotthvarfs en áður hefur komið í ljós. Þriðjungur nemenda höfðu tekið hlé og voru þeir ólíklegri til að hafa lokið námi. Nemendur með betri fyrri námsárangur og með foreldra með meiri menntun voru líklegri til þess að hafa lokið námi hvort sem þeir tóku hlé eða ekki. Hærri félagsleg staða hafði aðeins tengsl við námslok meðal nemenda sem höfðu ekki tekið hlé frá námi. Bakgrunnur nemenda hamlar þeim því síður eftir að þeir hefja nám aftur eftir hlé. Jafn margir karlar og konur höfðu tekið hlé en karlar voru ólíklegri til að ljúka prófi eftir að hafa snúið aftur í nám. Hluti brotthvarfsvandans gæti legið í fjölda nemenda sem taka sér hlé frá námi og seinka þar með útskrift. Íslenska framhaldsskólakerfið er sveigjanlegt sem gefur nemendum tækifæri til þess að taka hlé frá námi en einnig til að stjórna eigin námshraða. Frekari rannsókna er þörf til að greina þætti sem hafa áhrif á árangur nemenda eftir endurkomu í nám. Dropout rate from upper secondary education is higher in Iceland compared to neighboring countries. Prior research indicates that Icelandic students finish school later in life than students in other countries and many return after having previously dropped ...