Líðan og lífsgæði fólks sem glímir við þunglyndi : breytingar frá innlögn til útskriftar á geðdeild Sjúkrahússins á Akureyri

Verkefnið er lokað til 1.6.2017. Bakgrunnur: Þunglyndi veldur þjáningum og skerðir lífsgæði. Á Sjúkrahúsi Akureyrar (SAk) er rekin legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegar geðraskanir, þar með talið þunglyndi. Meðferðarmarkmið eru að bæta líðan, efla sjálfshjálp og bæta lífsgæði. Þunglyndi hefur áhr...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Snæbjörn Ómar Guðjónsson 1978-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2015
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/21932
Description
Summary:Verkefnið er lokað til 1.6.2017. Bakgrunnur: Þunglyndi veldur þjáningum og skerðir lífsgæði. Á Sjúkrahúsi Akureyrar (SAk) er rekin legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegar geðraskanir, þar með talið þunglyndi. Meðferðarmarkmið eru að bæta líðan, efla sjálfshjálp og bæta lífsgæði. Þunglyndi hefur áhrif á fjölskyldur hinna veiku en fjölskyldustuðningur bíður innleiðingar á deildinni. Markmið: Að rannsaka breytingar á þunglyndi, kvíða, streitu og heilsutengdum lífsgæðum vegna innlagnar við alvarlegu þunglyndi á geðdeild SAk og hvort kvíðastig við innlögn, kyn, eða tími frá sjúkdómsgreiningu hefði áhrif þar á. Einnig að kanna hvort og þá hve mikið fjölskyldustuðnings gætti í meðferðinni. Aðferð: Lýsandi rannsókn með mælingum við innlögn og útskrift. Þunglyndi, kvíði og streita voru mæld með DASS (Depression Anxiety Stress Scale) og heilsutengd lífsgæði með HL-prófinu (íslenskum lífsgæðakvarða) við innlögn og útskrift, en fjölskyldustuðningur var eingöngu mældur við útskrift, með ICE-FPSQ-kvarðanum (Stuðningur og fræðsla við fjölskyldur). Úrtakið var allir sem lögðust inn á deildina vegna þunglyndis á 12 mánaða tímabili. Niðurstöður: Þátttakendur voru 65 (42 konur) af 73 mögulegum (89% svörun), meðalaldur 36,25 (±15,32). Þunglyndi minnkaði um 18,8 (±11,22) stig, kvíði um 10,57 (± 8,81) stig og streita um 14,54 (±9,62) stig, en heilsutengd lífsgæði hækkuðu um 14,4 (± 10,32), p < 0,001 fyrir allar breytingar. Mjög alvarlegur kvíði við innlögn lengdi dvölina um 4,62 (± 1,7) daga (p = 0,025). Bati var hvorki háður kyni né tíma frá sjúkdómsgreiningu, en konur höfðu meiri kvíða og streitu við innlögn en karlar (p < 0,01) og heilsutengd lífsgæði karla mældust lægri en kvenna bæði við innlögn og útskrift (p < 0,01). Fjölskyldustuðningur mældist 39,92 (±14,56) stig, af 70 mögulegum. Ályktanir: Líðan og lífsgæði sjúklinga með alvarlegt þunglyndi mælast marktækt betri við útskrift en innlögn á geðdeild SAk. Mælingar sýna mjög alvarleg veikindi við innlögn og heilsutengd lífsgæði sjúklinganna eru verulega skert, ...