Horfðu í augun á mér : nemendur með einhverfu

Einhverfa er heiti á samsafni einkenna sem tengjast truflun á taugaþroska og hefur víðtæk áhrif á einstaklinga með einhverfu og umhverfi þess. Einhverfa var fyrst skilgreind 1943 af bandaríska geðlækninum Leo Kanner og samkvæmt honum eru helstu einkennin skortur á mannlegum tengslum allt frá fæðingu...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Benný Eva Benediktsdóttir 1980-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2015
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/21923
Description
Summary:Einhverfa er heiti á samsafni einkenna sem tengjast truflun á taugaþroska og hefur víðtæk áhrif á einstaklinga með einhverfu og umhverfi þess. Einhverfa var fyrst skilgreind 1943 af bandaríska geðlækninum Leo Kanner og samkvæmt honum eru helstu einkennin skortur á mannlegum tengslum allt frá fæðingu, ruglingslegt málfar, erfiðleikar við að tjá sig með orðum ásamt áráttukenndri hegðun og skertum félagslegum samskiptum. Fræðimenn eru sífellt að komast nær því hvað það er nákvæmlega sem orsakar einhverfu en margar getgátur hafa verið uppi og engin ein hefur verið ákvörðuð nákvæm orsök. Þar sem hver einstaklingur hefur sín sérkenni er nauðsynlegt að kanna hvaða úrræði eru í boði í samfélaginu og hvað hentar hverjum og einum svo sá hinn sami geti lifað sem eðlilegasta lífi. Í Aðalnámskrá grunnskóla er fjallað um jafnrétti til náms og að tryggja að allir nemendur hafi rétt á lágmarksmenntun. Námið skal vera á forsendum hvers einstaklings, með virðingu fyrir rétti allra nemenda til virkrar þátttöku í námssamfélagi heimaskóla óháð stöðu og atgervi þeirra. Þróaðar hafa verið nokkrar kennslufræðilegar aðferðir til þess að kenna einhverfum börnum en ekki er hægt að segja að ein kennsluaðferð henti betur en önnur, enda meta fagaðilar ásamt foreldrum hvað hentar hverju og einu barni. Til eru kennsluaðferðir sem reynst hafa gagnlegar, aðferðirnar þarf að velja eftir því hvað á að kenna barninu og markmið með því. Sú staðreynd að einstaklingar með einhverfugreiningu er fjölbreyttur hópur með mismunandi og sérhæfðar þarfir sýnir fram á mikilvægi áhersla á skóla án aðgreiningar, einstaklingsmiðun náms og samvinnu foreldra.