Námsvefur í náttúrufræði : mannslíkaminn

Verkefnið er lokað til 1.6.2045. Þetta meistaraverkefni er lokaverkefni til M.Ed. prófs í menntunarfræði við Háskólann á Akureyri. Verkefninu er ætlað að varpa ljósi á gildi samþættingar upplýsingatækni og náttúrufræði með hönnun og framsetningu námsvefs þar sem nemendur geta lært um mannslíkamann á...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Heike Viktoria Kristínardóttir 1986-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2015
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/21920
Description
Summary:Verkefnið er lokað til 1.6.2045. Þetta meistaraverkefni er lokaverkefni til M.Ed. prófs í menntunarfræði við Háskólann á Akureyri. Verkefninu er ætlað að varpa ljósi á gildi samþættingar upplýsingatækni og náttúrufræði með hönnun og framsetningu námsvefs þar sem nemendur geta lært um mannslíkamann á gagnvirkan og fræðandi máta. Stuðst var við útgefið námsefni frá Námsgagnastofnun við gerð námsvefsins, auk þess sem áherslur í aðalnámskrá grunnskóla frá 2013 og grunnþættir menntunar voru hafðir að leiðarljósi. Fræðileg ritgerð, sem ætlað er að rökstyðja notkun slíks vefs, fylgir námsvefnum. Í ritgerðinni er litið yfir þróun tölvunnar og skólastarf á tölvuöld, kennslufræðilegum þáttum eru gerð skil og vinnslu námsvefsins er lýst. Fjölbreyttir kennsluhættir mæta ólíkum námsþörfum og geta styrkt og eflt ólíkar greindir nemenda. Með áhugavekjandi námsefni, hvetjandi námsumhverfi og samþættingu námsgreina er mögulegt að flétta saman ólíkum viðfangsefnum, gefa nemendum tækifæri á að nálgast efnið með fjölbreyttum hætti og dýpka þekkingu þeirra enn frekar. Framsetning námsvefs er a.m.k. ein leið til að stuðla að þessum markmiðum, kveikja áhuga hjá nemendum og gefa kennurum færi á að nálgast viðfangsefnið með fjölbreyttum hætti. Námsvefurinn er hannaður með efstu bekki grunnskóla í huga en nýtist jafnframt öllum þeim sem hafa áhuga. Að öðru leyti á hann að höfða jafnt til allra nemenda óháð aldri, kyni, menningu, þjóðerni o.fl. Vefurinn byggir að svo stöddu á nokkrum afmörkuðum þáttum um mannslíkamann. Markmið er að bæta við og halda þróun námsvefsins áfram þannig að hann nýtist á fleiri sviðum náttúrufræðikennslu. This Master‘s thesis is the final assignment for an M.Ed. degree in Educational Studies at the University of Akureyri. The intention of the project is to highlight the value of integration of information technology and natural science, by designing and presenting an educational website, where students can learn about the human body in an interactive and educational manner. The educational website is based ...