Réttmæti og áreiðanleiki mælinga á vímuefnaneyslu ungs fólks

Skekkjur í spurningalistarannsóknum eru stórt viðfangsefni og geta þær verið af ýmsum toga og mismunandi eftir því hvernig rannsókn er verið að framkvæma. Erfitt getur verið að koma í veg fyrir þessar skekkjur, en með því að þekkja helstu áhrifavalda þeirra er auðveldara að fækka þeim og fá þannig á...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Jóna Kristín Guðmundsdóttir 1969-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2015
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/21900
Description
Summary:Skekkjur í spurningalistarannsóknum eru stórt viðfangsefni og geta þær verið af ýmsum toga og mismunandi eftir því hvernig rannsókn er verið að framkvæma. Erfitt getur verið að koma í veg fyrir þessar skekkjur, en með því að þekkja helstu áhrifavalda þeirra er auðveldara að fækka þeim og fá þannig áreiðanlegri niðurstöður. Rannsóknir í félagsvísindum geta verið vandasamar þar sem erfitt getur verið að rannsaka fólk vegna margbreytilegrar hegðunar eftir stað og stund og einnig er misjafnt hvernig menn túlka niðurstöður í slíkum rannsóknum. Þess vegna skiptir máli hvernig spurningar eru settar fram eða hvernig þær eru hannaðar auk þess sem taka þarf tillit til nokkurra þátta s.s. aldurs og þroska þátttakenda. Miklu skiptir að spurningarnar séu einfaldar og skýrar svo ekki leiki vafi á því að þær skiljist örugglega. Ýmsar rannsóknir hafa verið gerðar til þess að kanna og fylgjast með vímuefnanotkun ungmenna. Rannsóknin European School survey Projects on Alcohol and Other Drugs (ESPAD) hefur síðan 1995 verið lögð fyrir evrópsk ungmenni á fjögurra ára fresti til að kanna neyslu þeirra á löglegum og ólöglegum vímuefnum. Þátttökulöndin eru nú um 40 talsins og vegna umfangs hennar verður að gera ráð fyrir að sýna þurfi fram á réttmæti svara og að rannsóknin mæli það sem hún á að mæla. Haustið 2013 var lögð fyrir réttmætiskönnun á ESPAD vímuefnarannsókninni í fimm Evrópulöndum og var Ísland þar á meðal. Þessi könnun var lögð fyirr nemendur í 10. bekk í sex grunnskólum á Akureyri og var bæði um staðlaðan spurningalista að ræða ásamt því að hver þátttakandi var boðaður í viðtal. Tilgangur þessarar könnunar var að grafast fyrir um réttmæti svara við spurningum listans ásamt því að kanna skilning þátttakendana á innihaldi spurninganna. Í þessu verkefni voru skoðuð svör þátttakenda við hversu hreinskilnislega þeir töldu sig svara ákveðnum spurningum á listanum er vörðuðu notkun á vímuefnum og einnig var litið til þess hversu margir neyttu áfengis, tóbaks og kannabisefna. Einnig var reynt að varpa ljósi á hvort réttmæti sé í ...