Vetrarfæða tófu (Vulpes lagopus) á Íslandi: Samanburður á vetrarfæðu tófu á milli landshluta

Á Íslandi gegnir tófan (Vulpes lagopus) ákveðinni sérstöðu þar sem hún er erfðafræðilega einangruð og lífshættir hennar eru öðruvísi en á öðrum stöðum þar sem hana er að finna. Þetta skýrist af fæðuframboði og fæðuvali sem endurspeglast í lægri og stöðugri frjósemi en á öðrum svæðum. Samanburður var...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Snæfríður Pétursdóttir 1992-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2015
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/21845
Description
Summary:Á Íslandi gegnir tófan (Vulpes lagopus) ákveðinni sérstöðu þar sem hún er erfðafræðilega einangruð og lífshættir hennar eru öðruvísi en á öðrum stöðum þar sem hana er að finna. Þetta skýrist af fæðuframboði og fæðuvali sem endurspeglast í lægri og stöðugri frjósemi en á öðrum svæðum. Samanburður var gerður á vetrarfæðu tófa á milli Austurlands og Vesturlands með því að skoða magainnihald. Landsvæðin eru ólík hvað varðar búsvæði refa en á vesturhluta landsins eru strandsvæði algengari en austanlands. Í heildina var munur á tíðni fæðugerða á milli landshluta (P-gildi = 0.003). Þegar einstaka fæðugerðir voru skoðaðar var þó ekki mikill munur. Á Vesturlandi var tíðni og magn sjófugla, fiska og hryggleysingja í magainnihaldi meira sem bendir til þess að tófur þaðan nýti frekar fæðu af hafrænum uppruna. Tíðni hryggleysingja var einnig hærri á Vesturlandi. Stærri spendýr og fuglar voru mikilvægur hluti af fæðu tófa á báðum landshlutum. Eggjaleifar fundust eingöngu á Austurlandi en þó sjaldan og í litlu magni. Fæðuval tófu á Íslandi þarf þarf þó að skoða betur með fleiri sýnum og með því að bera saman fleiri svæði og árstíðir til þess að bæta við þekkingu á vistfræði þessa tækifærissinaða rándýrs.