Er hjúkrunarstýrð heilbrigðisþjónusta framtíðarverkefni á Íslandi? : hversu hagkvæm er hún og hvaða gildi hefur innleiðing hennar fyrir hjúkrun?

Eftirfarandi heimildarsamantekt er lokaverkefni til B.S. gráðu í hjúkrunarfræði við Háskólann á Akureyri. Tilgangur greinargerðar er að fjalla um hjúkrunarstýrða þjónustu, sérhæfða hjúkrunarmenntun á því sviði, árangur hjúkrunarstýrðrar þjónustu metin í öðrum löndum og hvort innleiðing á slíkri þjón...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Berglind Björk Guðnadóttir 1982-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2015
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/21815
Description
Summary:Eftirfarandi heimildarsamantekt er lokaverkefni til B.S. gráðu í hjúkrunarfræði við Háskólann á Akureyri. Tilgangur greinargerðar er að fjalla um hjúkrunarstýrða þjónustu, sérhæfða hjúkrunarmenntun á því sviði, árangur hjúkrunarstýrðrar þjónustu metin í öðrum löndum og hvort innleiðing á slíkri þjónustu sé raunhæfur kostur fyrir íslenskst heilbrigðiskerfi. Hendur hjúkrunarfræðinga á Íslandi eru bundnar vegna skerðingar á réttindum sem hindrar þá í að þjónusta skjólstæðinga sína til fulls. Læknaskortur er í heimilislækningum þrátt fyrir að lög kveði á um að heilsugæsla eigi að vera fyrsti viðkomustaður sjúklinga. Styrkja þarf því stöðu hjúkrunar á Íslandi með það að leiðarljósi að leyfa henni að þróast í takt við það endurskipulag heilbrigðisþjónustunnar sem ríkisstjórnin hefur þegar hafið úrbætur á. Við heimildaleit var notast við gagnasöfnin Cumulative Index to Nursing and Allied Health Literature (CHINAL/EBSCO Host), ProQuest, Google Scholar, bækur og aðrar greinar sem höfundur fann við lestur tímarita og rannsókna. Leitast var við að nota heimildir birtar á árunum 1998-2015. Höfundur ræddi einnig við tvo hjúkrunarfræðinga sem hafa mikla reynslu og starfa við sérhæfða hjúkrunarþjónustu. Einnig var haft samband við Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga og sendur spurningalisti til þeirra til að fá útskýringar á ýmsum viðfangsefnum sem voru óljós. Með þessum viðtölum vildi höfundur dýpka skilning sinn á viðfangsefninu og fá betri sýn í þann málaflokk hérlendis. Við heimildaleit og lestur á rannsóknum sem gerðar hafa verið um viðfangsefnið komu í ljós vísbendingar um að hjúkrunarstýrð þjónusta er alveg jafn árangursrík og jafnvel betri kostur en hefðbundin læknisþjónusta. Innleiðing hennar henti því vel í þeim löndum þar sem er læknaskortur. The following thesis is a final essay in the Bachelor of Science program in nursing at the Univerity of Akureyri. The purpose of the article is made to discuss nurse-led services, specialized nursing education in that area, assessing the performance in other countries and ...