Bráðaofnæmi : hver er þekking hjúkrunarfræðinga, lækna og sjúkraflutningamanna á greiningu og meðferð bráðaofnæmis á Íslandi? : rannsóknaráætlun

Verkefnið er lokað til 13.6.2019. Þessi rannsóknaráætlun er lokaverkefni til B.S. gráðu í hjúkrunarfræði við Háskólann á Akureyri. Markmiðið er að kanna þekkingu þriggja heilbrigðisstétta; hjúkrunarfræðinga, lækna og sjúkraflutningamanna á greiningu og meðferð bráðaofnæmis. Bráðaofnæmi er vaxandi he...

Full description

Bibliographic Details
Main Authors: Kristján Sigfússon 1975-, Ólöf Sigurborg Sigurðardóttir 1982-, Ragnhildur Sigurjónsdóttir 1980-, Sigurjón Valmundsson 1966-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2015
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/21772
Description
Summary:Verkefnið er lokað til 13.6.2019. Þessi rannsóknaráætlun er lokaverkefni til B.S. gráðu í hjúkrunarfræði við Háskólann á Akureyri. Markmiðið er að kanna þekkingu þriggja heilbrigðisstétta; hjúkrunarfræðinga, lækna og sjúkraflutningamanna á greiningu og meðferð bráðaofnæmis. Bráðaofnæmi er vaxandi heilbrigðisvandi og lykilatriði er að heilbrigðisstarfsmenn séu í stakk búnir til þess að greina og meðhöndla vandamálið á skjótan hátt. Það getur bjargað mannslífum. Erlendar rannsóknir á þekkingu heilbrigðisstarfsmanna sýna fram á að þekkingu þeirra á bráðaofnæmi er ábótavant. Ennfremur hefur verið sýnt fram á að mörg tilvik eru vangreind og vanmeðhöndluð. Í ljósi þess er tilefni til að kanna þekkingu hjúkrunarfræðinga, lækna og sjúkraflutningamanna á Íslandi á bráðaofnæmi með sambærilegum hætti. Rannsóknarspurningarnar eru tvær og miða að því að kanna og bera saman þekkingu á bráðaofnæmi milli heilbrigðisstéttanna þriggja. Rannsóknin er lýsandi samanburðarrannsókn sem er hluti af megindlegri aðferðafræði rannsókna. Lagður er fyrir þátttakendur staðlaður spurningalisti á veraldarvefnum og svör þeirra greind m.t.t. íslenskra og alþjóðalegra klínískra leiðbeininga um bráðaofnæmi. Stefnt er að þátttöku sem flestra innan stéttanna óháð búsetu. Þekking heilbrigðisstarfsmanna á greiningu og meðferð bráðaofnæmis hefur ekki verið könnuð hérlendis, svo höfundar viti til. Kenning rannsakenda er að þekkingu hjúkrunarfræðinga, lækna og sjúkraflutningamanna á Íslandi á greiningu og meðferð bráðaofnæmis sé ábótavant. Einnig að ekki sé marktækur munur á þekkingu á bráðaofnæmi milli heilbrigðisstéttanna. This research proposal is a final thesis for a B.S. degree in nursing at the University of Akureyri. The objective of the thesis is to determine the knowledge on diagnosis and treatment of anaphylaxis among three healthcare professions; nurses, doctors and emergency medical technicians (EMT´s). Anaphylaxis is a growing health issue which is vital for healthcare professionals to rapidly diagnose and treat. That can save lives. ...