Á hraðferð í fæðingu : andleg líðan barnshafandi kvenna þar sem ekki er boðið upp á fæðingarþjónustu í heimabyggð

Rannsóknaráætlun þessi er lokaverkefni til B.S. prófs í hjúkrunarfræði við Háskólann á Akureyri. Mikil fækkun hefur verið á fæðingarstöðum hér á Íslandi síðastliðin ár. Hefur það orðið til þess að barnshafandi konur í dreifbýli þurfa oftar að sækja fæðingarþjónustu annað en í sinni heimabyggð. Fæðin...

Full description

Bibliographic Details
Main Authors: Þórdís Ágústsdóttir 1989-, Guðbjörg Þóra Snorradóttir 1968-, Sólveig Sveinbjörnsdóttir 1968-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2015
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/21769
Description
Summary:Rannsóknaráætlun þessi er lokaverkefni til B.S. prófs í hjúkrunarfræði við Háskólann á Akureyri. Mikil fækkun hefur verið á fæðingarstöðum hér á Íslandi síðastliðin ár. Hefur það orðið til þess að barnshafandi konur í dreifbýli þurfa oftar að sækja fæðingarþjónustu annað en í sinni heimabyggð. Fæðingar sem eiga sér stað á leið á fæðingarstað eru orðnar mun algengari síðan skráning þeirra hófst. Barnshafandi konur upplifa yfirleitt einhvern kvíða á meðgöngu sem er talið eðlilegt. Rannsóknir hafa þó sýnt að kvíði barnshafandi kvenna í dreifbýli virðist vera meiri en hjá konum í þéttbýli. Hafa þær áhyggjur af veðri, færð, hvort þær nái á fæðingarstað, aukakostnaði, aðskilnaði frá fjölskyldu og aðal stuðningsneti. Það má áætla út frá niðurstöðum fræðilega hlutans í ritgerðinni að kvíði hjá barnshafandi konum í dreifbýli muni aukast í kjölfar fækkunar á fæðingarstöðum á Íslandi. Tilgangur með verkefninu er að afla upplýsinga um andlega líðan barnshafandi kvenna sem þurfa að ferðast langa leið á fæðingarstað og setja fram rannsóknaráætlun um þetta efni. Rannsóknarspurningin sem lagt var upp með var svohljóðandi: Hvaða áhrif hefur það á andlega líðan kvenna á meðgöngu að ekki sé boðið upp á fæðingarþjónustu í þeirra heimabyggð? Eigindleg aðferðarfræði og fyrirbærafræðileg nálgun verður notuð í fyrirhugaðri rannsókn. Notast verður við tilgangsúrtak. Úrtakið verður 12 íslenskar barnshafandi konur á aldrinum 25-40 ára, bæði frum- og fjölbyrjur, sem búa í dreifbýli á Íslandi, þurfa að ferðast í hálfa klukkustund eða lengur á fæðingarstað og eru gengnar a.m.k. 27 vikur á leið. Gagna verður aflað með djúpum einstaklingsviðtölum. Leitað var að fræðilegum greinum á íslensku og ensku í gagnasöfnum Google Scholar, CINAHL (Ebsco Host) og PubMed. This research proposal is a thesis towards a B.Sc. degree in nursing from the University of Akureyri. A big reduction in birthplaces has taken place here in Iceland in the last few years. It has resulted in pregnant women in rural areas more frequently have to seek perinatal care ...