Orkumiðlun milli árstíða. Varmageymsla á Ísafirði

Skoðuð voru áhrif af orkumiðlun milli árstíða með því að dreifa rafhitun vatns til húshitunar jafnt yfir árið og geyma orkuna í notkunarbyggð í einangruðum geymslutönkum. Orkan væri geymd í formi varma í vatni, en enginn geymslumiðill getur keppt við vatn í varmarýmd eða verði á massaeiningu. Flutni...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Robert Pajdak 1988-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2015
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/21741
Description
Summary:Skoðuð voru áhrif af orkumiðlun milli árstíða með því að dreifa rafhitun vatns til húshitunar jafnt yfir árið og geyma orkuna í notkunarbyggð í einangruðum geymslutönkum. Orkan væri geymd í formi varma í vatni, en enginn geymslumiðill getur keppt við vatn í varmarýmd eða verði á massaeiningu. Flutningur orku á notkunarstað að sumarlagi þegar álag á flutningslínur og virkjanir er í lágmarki, til notkunar í húshitun að vetrarlagi, verkar til sveiflujöfnunar á öllum stigum raforkukerfisins. Rafhitun húsnæðis á jarðvarmasnauðum svæðum landsins nemur um 40 MW til jafnaðar yfir árið og áætlað er að um 10% heimila á landinu séu rafhituð. Afljöfnun með þessum hætti myndi hafa jákvæð áhrif á allt raforkukerfið. Sveiflur með árstíðum í framboði vatns til raforkuframleiðslu kalla eftir miðlunarlónum við virkjanir. Vatni er safnað frá vori til hausts til notkunar á þurra tímanum yfir veturinn. Flest ár fyllast lónin um haustið og fer þá vatn á yfirfalli framhjá aflvélunum um nokkurra vikna skeið. Hægt væri að nýta vatnsaflsvirkjanir betur á sumrin og haustin og minnka magn yfirfallsvatns. Árleg flutningsgeta háspennulína myndi aukast og flutningstap lækka. Ávinningur á notkunarstað væri aukið orkuöryggi, þar sem að varaaflstöðvar þyrftu ekki að sjá um húshitun. Einnig myndi raforkukostnaður lækka. Hugmyndirnar voru mátaðar á Ísafjarðarbæ, því þar er lokað dreifikerfi frá rafkyndistöð til staðar. Áætlað var að þar væri þörf á 70.000 m3 geymslurými fyrir heitt vatn auk svigrúms fyrir bakrásarvatn. Niðurstöður gefa til kynna að slík framkvæmd væri hagkvæm og möguleg á Íslandi, en einnig að þörf er á frekari rannsóknum. The impact of a seasonal thermal energy storage was studied. Energy would be stored as heat in water in insulated storage tanks and electric domestic heating spread evenly over the year. Energy transport in summer time, while the load on transmission lines and power stations is low, for domestic heating in winter time, will reduce load oscillations and lead to more efficient use of all systems. Electric ...