Áhrif vegagerðar í Skaftáreldahrauni á landnám gulvíðis, loðvíðis og krækilyngs

Skaftáreldahraun liggur í einum útkomusamasta hluta landsins á Suðvesturlandi og myndaðist í næst stærsta flæðigosi á sögulegum tíma. Hraungambri (Racomitrium lanuginosum (Hedw.) Brid) klæðir nú hraunið að mestu og myndar á láglendi þykka og samfellda mosabreiðu. Frumframvinda í hrauni ræðst af ýmsu...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Katrín Björnsdóttir 1991-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2015
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/21718
Description
Summary:Skaftáreldahraun liggur í einum útkomusamasta hluta landsins á Suðvesturlandi og myndaðist í næst stærsta flæðigosi á sögulegum tíma. Hraungambri (Racomitrium lanuginosum (Hedw.) Brid) klæðir nú hraunið að mestu og myndar á láglendi þykka og samfellda mosabreiðu. Frumframvinda í hrauni ræðst af ýmsum lífrænum og ólífrænum þáttum og oft skapa fyrstu landnemar hagstæð skilyrði fyrir landnám nýrra tegunda. Í Skaftáreldahrauni virðist mosinn hins vegar hamla frekari framvindu æðplantna í hrauninu en rúmum 230 árum eftir gos er þekja æðplantna ennþá lítil í hrauninu. Skaftáreldahraun skiptist í tvær hraunbreiður, Eldhraun í austri og Brunahraun í vestri. Þjóðvegur var lagður í Eldhrauni árið 1993 og lagfærður í Brunahrauni 2005. Nú rúmlega 20 árum síðar hefur ásýnd landsins breyst töluvert þar sem þekja háplantna í vegköntum er töluvert meiri en í ósnortnu hrauninu. Markmið verkefnisins var að greina áhrif vegaframkvæmda í Skaftáeldahrauni á landnám gulvíðis (Salix phylicifolia L.), loðvíðis (S. lanata L.) og krækilyngs (Empetrum nigrum L.). Annars vegar var borin saman gróðurþekja í þremur mismunandi gróðurlendum í Eldhrauni, í röskuðu hrauni, minna röskuðu hrauni og óröskuðu hrauni og hins vegar var borin saman gróðurþekja háplantna í Eldhrauni (eldra rask) og Brunahrauni (yngra rask). Rannsóknin fór fram vorið 2015 og gögnum var öllum safnað í Skaftáreldahrauni. Flatarmál og hæð plantna var mæld í beltasniðum og mælingarnar notaðar sem mælikvarði á þekju. Niðurstöður mælinganna sýndu að gróðurþekja háplantna var marktækt meiri í röskuðu hrauni en í óröskuðu hrauni. Gróðurþekjan var einnig marktækt meiri í Eldhrauni en í Brunahrauni þar sem raskið var nýrra. Niðurstöðurnar rannsóknarinna sýndu þar af leiðandi að vegaframkvæmdir í hrauninu höfðu augljós áhrif á landnám gulvíðis, loðvíðis og krækilyngs þar sem þessar tegundir vaxa frekar nær þjóðveginum en fjær honum. Þessar niðurstöður styrkja því fyrri kenningar og rannsóknir um að mosi hamli landnámi plantna í hrauni og fylgi þannig hömlunarlíkani Connells og ...