Setlög og steingervingar í Hringvershvilft á Tjörnesi

Þessi ritgerð fjallar um jarðlagaeiningar í Hringvershvilft á vestanverðu Tjörnesi. Þar er að finna mikið af vel varðveittum syrpum bæði sjávarsetlög sem og landrænt set sem innihalda mikið magn steingervinga. Þetta endurspeglast í breytileika á setásýnd og fánu, þar sem sjávar- og landrænt set er a...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Margrét Gísladóttir 1990-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2015
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/21704
Description
Summary:Þessi ritgerð fjallar um jarðlagaeiningar í Hringvershvilft á vestanverðu Tjörnesi. Þar er að finna mikið af vel varðveittum syrpum bæði sjávarsetlög sem og landrænt set sem innihalda mikið magn steingervinga. Þetta endurspeglast í breytileika á setásýnd og fánu, þar sem sjávar- og landrænt set er að finna í bland við hraunlög og jökulberg. Því er Norður Ísland eða Tjörnes mikilvægt svæði til að skilja loftslagsbreytingar á Norður Atlantshafssvæðinu á tíma plíósen og pleistósen. Notast var við rannsóknir á 6 mismunandi sniðum úr Hringvershvilftinni og voru rannsóknirnar á setlögunum tengdar saman við steingervinga, setásýndir og form. Út frá þeim upplýsingum má lesa hvaða umhverfisbreytingar hafa átt sér stað á svæðinu. Steingervingategundir voru skráðar niður ásamt helstu upplýsingum um þá, með það að markmiði að endurskapa myndunarumhverfi með tilliti til lifnaðarhátta. Setlögin í Hringvershvilftinni tilheyra tígulskeljalögunum og benda sjávarsteingervingar til þess að flestar tegundirnar hafi lifað í mun hlýrri sjó en er nú hér við land. Í Hringvershvilftinni eru einnig greinileg ummerki um að afstætt sjávarborð hafi ekki verið stöðugt, því þar skiptast á lög mynduð vegna áflæðis og afflæðis. Einnig er þar að finna lög sem líklega hafa myndast í lóni við sjó, en það eru fín lög sem innihalda enga sjávarsteingervinga. Plöntuleifar hafa þá líklega fokið ofan í lónið og það smám saman fyllst. Setlögin verða grófari eftir því sem ofar dregur sem bendir til þess að lónið hafi verið að grynnast og gróa upp. This paper focuses on sedimentary units in Hringvershvilft, in western Tjörnes. There is a long sequence of marine sediments and terrestrial sediments in the area, rich in fossils that records the climatic history of the North Atlantic during the Pliocene and Lower Pleistocene. This reflects in the variation of the sedimentary facis and fauna, as marine and terrestrial sediments are mixed with lava streams and volcanic rocks. Researches on six different sections in Hringvershvilft were used to connect together ...