„Það var reynt að halda leyndinni sem lengst.“ Rannsókn á maskasiðnum í Bolungarvík

Í ritgerð þessari verður fjallað um dulbúninga- og heimsóknarsið Bolvíkinga, svokallaða maska. Maskarnir eru iðkaðir á bolludag, sprengidag og öskudag á ári hverju. Verður siðurinn skoðaður með tilliti til uppruna, aldurs og þeirra breytinga sem orðið hafa á honum í gegnum aldirnar. Ritgerðin er við...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Inga Rós Georgsdóttir 1983-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2015
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/21698
Description
Summary:Í ritgerð þessari verður fjallað um dulbúninga- og heimsóknarsið Bolvíkinga, svokallaða maska. Maskarnir eru iðkaðir á bolludag, sprengidag og öskudag á ári hverju. Verður siðurinn skoðaður með tilliti til uppruna, aldurs og þeirra breytinga sem orðið hafa á honum í gegnum aldirnar. Ritgerðin er viðtals- og vettvangsrannsókn. Tekin voru viðtöl við fimm manns og síðan var fylgt eftir hópum af börnum alla þrjá dagana, þar sem lagaval og búningar voru skoðuð. Birt eru súlurit sem sýna skiptinguna. Einnig eru settar upp í súlurit niðurstöður spurningaskrár sem lögð var fyrir börn fædd á árunum 2002 – 2004 í Grunnskóla Bolungarvíkur. Þar kemur fram hversu mörg börn fara að maska alla dagana ásamt lagavali og búningum. Niðurstöður þessara tveggja rannsókna sýna breytinguna sem orðið hefur á siðnum á undanförnum áratugum. Einnig verður fjallað um áþekka siði á öðrum Norðurlöndum og skoðað hvort siðurinn í Bolungarvík eigi sér rætur í þeim. Í viðauka eru birtar gamlar og nýjar myndir af þátttakendum, sem ganga einnig undir heitinu maskar líkt og siðurinn sjálfur, loftmyndir af Bolungarvík og lagatextar.