Tengsl tilfinningastjórnar við kvíðaeinkenni leikskólabarna

Kvíði getur haft djúpstæð áhrif á líf barna. Sífellt er þörf á betri skilning á þróun kvíða og þeirra áhættuþátta sem koma fram hjá börnum. Sífellt fleiri rannsóknir á kvíða barna sýna tengsl við tilfinningastjórn (e. emotion regulation). Markmið þessarar rannsóknar var að athuga tengsl tilfinningas...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Fanný Rut Meldal 1984-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2015
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/21697
Description
Summary:Kvíði getur haft djúpstæð áhrif á líf barna. Sífellt er þörf á betri skilning á þróun kvíða og þeirra áhættuþátta sem koma fram hjá börnum. Sífellt fleiri rannsóknir á kvíða barna sýna tengsl við tilfinningastjórn (e. emotion regulation). Markmið þessarar rannsóknar var að athuga tengsl tilfinningastjórnar við kvíða hjá börnum á leikskólaaldri. Erlendar rannsóknir hafa sýnt tengsl þar á milli meðal grunnskólabarna. Því var gert ráð fyrir að slík tengsl gætu verið til staðar meðal íslenskra leikskólabarna. Þátttakendur í rannsókninni voru foreldrar 79 barna á sjötta aldursári. Þau komu frá höfuðborgarsvæðinu og Akureyri og notast var við foreldramat. Könnuð var fylgni milli ERC spurningalistans sem metur einkenni tilfinningastjórnar og óstöðugeika/neikvæðni og þriggja annarra lista; PAS-R sem metur einkenni kvíða, BIQ sem metur einkenni ofurvarkárni og SDQ sem metur ofvirknieinkenni, hegðunar- félags- og tilfinningavanda, en aðeins var notast við þann hluta listans sem metur tilfinningavanda. Niðurstöður sýndu að tilfinningastjórn hefur neikvæða fylgni við kvíða en tilfinningastjórn spáði aðeins fyrir um 15% heildareinkenna kvíða. Tilfinningastjórn hefur jákvæða fylgni við ofurvarkárni en spáði aðeins fyrir 6% heildareinkenna ofurvarkárni. Kynjamunur var kannaður og aðeins fannst marktæk fylgni við einn undirþátt ofurvarkárnikvarðans, líkamlegar áskoranir. Lykilorð: Tilfinningastjórn, kvíði, ofurvarkárni, kynjamunur, leikskólabörn. Anxiety can have a profound impact on the lives of children. There is an increasing need for a better understanding of the development of anxiety and the associated risk factors. The aim of this study was to examine the relationship between emotion regulation and anxiety in children of preschool age. Since studies have shown a correlation between the two among primary school children the assumption was that it could also be found among preschoolers. Participants in the study were parents of 79 five-year-old children. The parents resided in Reykjavík metropolitan area and in Akureyri. ...